Jólagestir Gallery Port & Rammagerðin

fimmtudagur, 18. desember 2025
Jólagestir Gallery Port & Rammagerðin
Jólagestir Gallery Port brugðu sér af bæ og opnuðu í útibúi sínu í Rammagerðinni á Laugavegi 31. Þar má finna fjölbreytt úrval listaverka af ýmsum stærðum og gerðum, málverk, prent og skúlptúra. Sýningin stendur yfir til 10.01.26.
Jólagestir Gallery Port verða því á tveimur stöðum í ár, líktog í fyrra. Á heimavelli að Hallgerðargötu í Laugarnesi og Rammagerðinni á Laugavegi.
Þessi skemmtilega samsuða á Jólagestum Gallery Ports er orðin að árlegri hefð hjá mörgum listunnanndanum. Að venju gefst á Jólagestum frábært tækifæri til að þefa uppi og nálgast ný og fersk listaverk af ýmum toga.
Blandan á Jólagestunum eflir og bætir hátíðarskapið, er uppskera og lokahóf sýningarársins alls.
Jólagestir Gallery Port munu standa yfir allt til jóla og það bætast alltaf ný og ný verk á veggina á báðum stöðum eftir því sem nær dregur hátíðum og listaverkin tínast í jólapakkana.
Opnunartími í útibúinu fylgir tíma Rammagerðarinnar.
Allar nánari upplýsingar um Jólagesti og verkaskrá má nálgast í skilaboðum og á info@galleryport.is


