Jóhanna Sveinsdóttir: Eitt andartak

föstudagur, 14. febrúar 2025
Jóhanna Sveinsdóttir: Eitt andartak
Hjartanlega velkomin á opnun sýningar minnar í Hallsteinssal, Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi þann 15. febrúar kl. 13-15.Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma bókasafnsins mán-lau. kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.
Jóhanna hefur undanfarin ár unnið með einþrykk og blandaða tækni á pappír. Einnig hefur hún gert þrívíð ljósaverk og silkiverk. Í grunninn notar hún gjarnan þrykk af gelplötum og nær þannig fram áferð og formum náttúrulegra fyrirbæra. Hið smáa og fínlega í náttúrunni er skoðað. Rýna þarf í myndflötinn og stundum birtist þá eitthvað óvænt. Litadýrð og gleði ríkir en jafnframt hangir óræð framtíð yfir. Daglegt líf og
aðstæður í heiminum sækja á en jafnframt er sótt í minningar, í litina og formin, veðurbrigði og birtuna í margbrotinni náttúru sem heilar og huggar. Hægt er að búa til föt úr silkiverkunum og klæða sig þannig nánast í náttúruna. Skordýr, fuglar og fleiri dýr hafa ratað inn á myndirnar og minna þau okkur mennina á tilverurétt sinn, gefa okkur aðvarandi auga. Enda er lífríkið, stórt og smátt, órjúfandi heild. Ævintýralegur blær skapast með við tilkomu dýranna, ósögð saga um hvað gerist næst? Á einu andartaki breytist allt.
Jóhanna á rætur í Íslenskri sveit í Borgarfirðinum og sækir þangað innblástur. Hún stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands 1988-1991 og síðan í The art students league 1991-1992. Hún nam kennslufræði myndlistar við Listaháskóla Íslands 2002-2003 og sérkennslufræði við Kennaraháskóla Íslands 2005-2006.
Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis.
English
A warm welcome to the opening of my exhibition in Hallsteinssal, Safnahúsinu Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes on February 15th at 13-15. The exhibition can be viewed during library opening hours Mon-Sat. at 10-17.
Admission is free.
In recent years, Jóhanna has worked with monoprints and mixed media on paper. She has also made three-dimensional light works and silk works. As a base, she uses prints from gel plates and thus achieves the textures and shapes of natural objects. The small and delicate in nature is examined. You must look carefully at the works and sometimes something unexpected appears.
Color and joy prevail, but at the same time an uncertain future hang over. Daily life and situations in the world press the mind, but at the same time one seeks to the colors and shapes, the variations in the light in the complex nature that heals and comforts. You can make clothes from the silk works and thus dress yourself almost in nature. Insects, birds and other animals have found their way into the works, and they remind us humans of their right to exist, give us a watchful eye. After all, the biosphere, big and small, is an unbroken whole. An adventurous tone is created with the arrival of the animals, an untold story of what happens next. In an instant, everything changes.
Jóhanna has roots in the Icelandic countryside in Borgarfjörður and draws inspiration there. She studied at Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1988-1991 and then at The art students league of New York 1991-1992. She studied art pedagogy at the Iceland University of the Arts in 2002-2003 and special education at the Iceland University of Education in 2005-2006.
She has held several solo exhibitions and participated in several group exhibitions in Iceland and abroad.


