Jóhanna Hreinsdóttir: Til móts við tilveruna
fimmtudagur, 29. ágúst 2024
Jóhanna Hreinsdóttir: Til móts við tilveruna
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningar Jóhönnu Hreinsdóttur, Til móts við tilveruna, í Grafíksalnum fimmtudaginn 29. ágúst kl.17-19. Sýningin stendur til 8. september og verður opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14-18
Jóhanna reynir að fanga hið skynræna handan tungumálsins, vitundina sem leitast stöðugt við að skapa, hreyfinguna sem leitast við að móta, forma og festa, en um leið að ýta við hinu formaða og brjóta það upp í ófyrirsjáanleika sínum. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda hennar. Allt frá fyrstu pensilstroku til þeirrar síðustu eiga sér stað mörg samtöl - frá einu augnabliki til annars - þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Ferlið þróast og tekur breytingum rétt eins og lífið sjálft. Leitin inn á við verður þannig kveikja að óendanlegum uppgötvunum og nýrri upplifun sem skapar verkunum nánd og varanleika. Þannig öðlast það sinn eigin hljóm.