top of page

IS/POL sýningaropnun í Krakow

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

IS/POL sýningaropnun í Krakow

Föstudaginn 13. apríl klukkan 13 opnar sýningin IS/POL í nýrri byggingu grafíkdeildar Jan Metejko listaakademíunnar í Krakow. Á sýningunni eru grafíkverk eftir 20 listamenn frá Íslandi og Póllandi.

Tilurð sýningarinnar er margþætt listrænt samstarf milli landanna undanfarin ár. Það hófst árið 2017 að frumkvæði Jan Metejko listaakademíunnar í Krakow við íslenska listamenn og listastofnanir og hefur m.a. innifalið gagnkvæmar heimsóknir, málþing, vinnustofur og sýningar. Sýningarstjórarnir völdu hóp grafíklistamanna frá báðum löndum til að sýna með sér í SÍM salnum á Íslandi í september 2023 og heldur sú sýning nú áfram við opnun nýrrar byggingar Grafíkdeildar Listaakademíunnar í Krakow.

Verkefnið er styrkt af Myndstef og SÍM og Muggur veitti ferðastyrk.

Sýningin stendur til 30.apríl og frekari upplýsingar eru á heimasíðu skólans: https://www.asp.krakow.pl/nowa-wystawa-grafiki-islandzkiej-i-polskiej-is-pol

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page