top of page

Innsetning Ívars Valgarðssonar á Kjarvalsstöðum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Innsetning Ívars Valgarðssonar á Kjarvalsstöðum

Sýningunni Myndlistin okkar lýkur helgina 3.–5. nóvember með innsetningu Ívars Valgarðssonar sem í vor hlaut mjög góða kosningu í kosningaleik Listasafns Reykjavíkur á Betri Reykjavík, eða alls 181 atkvæði. Verkið hafnaði í 12. sæti yfir stigahæstu listaverkin.

Vegna eðlis verksins, en það tekur allan Austursal Kjarvalsstaða, var ekki hægt að hafa það meðal annarra listaverka inni í sýningunni og því var ákveðið að gefa því andrými og pláss eina sýningarhelgi.

Innsetning Ívars var sýnd á Kjarvalsstöðum árið 1991 og vakti mikla athygli og umtal bæði gesta og gagnrýnenda.

DAGSKRÁ:

Föstudag, 3. nóv. kl. 12.00
Sýningin verður opnuð í Austursal Kjarvalsstaða.

Laugardag, 4. nóv. kl. 14.00.
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri miðlunar, verður með leiðsögn um sýninguna.

Sunnudag, 5. nóv. kl.14.00.
Ívar Valgarðsson verður með leiðsögn listamanns ásamt Sigurði Trausta Traustasyni, deildarstjóra safneignar og rannsókna.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page