top of page

Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson í Sigurhæðum

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. maí 2024

Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson í Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri.

Myndlistarmennirnir og hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson vinna verk sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár. Í tilefni 150 ára afmæli þjóðsöngsins unnu þau handgerða postulínsdiska sem bera tilvitnun í bréf Matthíasar Jochumssonar frá 1867. Í bréfinu lýsir Matthías; sem þá var prestur á Kjalarnesi, hvernig Esjan hefur áhrif á hann. „Esjan er hæst yfir Móum, stórkostleg, rammefld, alvörumikil; þegar ég er trúarlítill glottir hún yfir höfuðið á mér og segir: þú ert kúkur og að kúk skaltu verða; en sitji ég fagurt sólskinskvöld uppi á búrmæni og slái mig til riddara á andans fjálsa, eilífa vígvelli — þá brosir hún og segir með ómetanlegu: Má ég detta? “

Verk Ingibjargar "Málamiðlanir" í Pastel ritröð kemur einnig út þennan dag.

Ásamt þeirra verkum eru kynntir forverar okkar í listum og menningu, persónur úr menningarsögunni, frumkvöðlar á fyrstu stigum íslenskrar menningarsenu innanlands og utan áratugina í kringum 1900; Matthías Jochumsson skáld, Guðrún Runólfsdóttir textílkona og húsmóðir, Sigurður Guðmundsson málari, Sigríður Einarsdóttir menningarfrömuður og Eiríkur Magnússon bókavörður, William Morris listamaður, George Powell menningarhvati, Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Ólöf Sigurðardóttir skáld frá Hlöðum, Torfhildur Hólm rithöfundur, Kristín Sigfúsdóttir skáld úr Eyjafirði, Hulda Garborg rithöfundur, Þóra Matthíasdóttir textíllistakona, Herdís Matthíasdóttir píanóleikari og Elín Matthíasdóttir söngkona.
Sýningarhönnuður er Þórarinn Blöndal. Fjöldi listamanna og fræðimanna kemur að bakgrunns vinnu og framsetningu.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni.

Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Starfsemi og verkefni Menningarhúss í Sigurhæðum eru samfjármögnuð og styrkt af Menningar- og viðskiptaráðuneyti / Alþingi, Jafnréttissjóði Forsætisráðuneytis, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Menningarsjóði Akureyrar, Menningarsjóði KEA, Flóru menningarhúsi og fjárframlögum almennings.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page