i8: Augu sem tjarnir - Ryan Mrozowski
fimmtudagur, 18. ágúst 2022
i8: Augu sem tjarnir - Ryan Mrozowski
Augu sem tjarnir
Ryan Mrozowski
18. ágúst - 8. október 2022
Verið velkomin á opnun sýningar Ryan Mrozowski, Augu sem tjarnir, í i8 gallerí í dag, fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 17-19. Þetta er fyrsta sýning listamannsins í i8, en hún stendur til 8. október 2022.
Augu sem tjarnir samanstendur af nýjum málverkum sem undirstrika kerfisbundna nálgun Mrozowski á myndlist. Ávextir, lauf og bókstafir verða að óhlutbundnum mótífum í verkum hans, en víkja frá hefbundnum stíl kyrralífsmynda. Hann klippir viðfangsefnin út, endurtekur þau og veltir upp spurningum um viðveru, fjarveru og skynjun. Þannig á heildstætt tungumál listamannsins rætur að rekja til myndrænna og málvísindalegra þrauta; útkoman endurskilgreinir náttúruna með kerfisbundinni röðun.
Endurtekninguna má einnig finna í tvöföldun á strigum sem sjá má í myndtvennum (e. diptych) Mrozowskis. Viðfangsefnið leynist undir mettuðum litaflötunum og blekkir augun þegar hugurinn leitast við að tengja málverkin tvö saman í eina mynd. Myndtvennurnar eru kraftmiklar og skapa brengluð speglunaráhrif sem eru rauður þráður í listsköpun Mrozowskis.
Í orðaverkum Mrozowskis brjóta stafir upp myndefnið á sama hátt og hann notar mynstur í öðrum verkum. Í fljótu bragði má raða þeim í orð – eyes, yes, on, no, noon – eftir því sem sjónræn tengslin koma í ljós. Rétt eins og í mörgum verkum hans búa orðaverkin yfir einskonar stafrænum eiginleikum þar sem handverk listamannsins tekur hattinn ofan fyrirklippa og líma vinnuaðferðum tölvutækninnar.