top of page

Iðnó: Listaverkauppboð til styrktar börnum á flótta

508A4884.JPG

miðvikudagur, 7. desember 2022

Iðnó: Listaverkauppboð til styrktar börnum á flótta

Réttur barna á flótta, félagasamtök

Listaverkauppboð til styrktar börnum á flótta
Þann 17. desember 2022 milli kl. 14 og 16 verður haldið listaverkauppboð í Iðnó þar sem
gestir geta stutt við börn á flótta með því að fjárfesta í dásamlegum listaverkum og njóta
skemmtiatriða.

Á bak við uppboðið standa félagasamtökin Réttur barna á flótta. Þau bjóða upp á
stuðning, lögfræðilegan og félagslegan, við börn og barnafjölskyldur sem þurfa að leita
réttar síns í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau vilja tryggja
viðeigandi málsmeðferð allra barna með því að skapa fordæmi í slíkum málum.
Listaverk af öllum toga verða í boði, hægt verður að bjóða í verk eftir marga af okkar
bestu listamönnum en einnig verða í boði verk eftir börn sem vilja leggja sitt á
vogarskálarnar og styðja við börn á flótta. Meðal listamanna sem hafa gefið verk á
uppboðið eru Guðjón Ketilsson, Marit Trönqvist (myndhöfundur Astrid Lindgren),
Hallgrímur Helgason, Þrándur Þórarinsson, Tinna Þorvalds Önnudóttir, Baldur Helgason,
Þorvaldur Jónsson og Mireyja Samper. Fleiri bætast við á degi hverjum! Sjá lista neðst í
skjalinu.

Verið öll velkomin í Sunnusal, Iðnó, Vonarstræti 3, og styðjið gott málefni meðan þið
njótið tónlistar og myndlistar.
Sjá má yfirlit yfir verk á vef Réttar barna á flótta.
https://retturbarnaaflotta.weebly.com/listaverkauppboeth.html
Áhugasöm sem ekki komast á listaverkauppboðið geta haft samband við okkur á
retturbarnaaflotta@gmail.com með upplýsingar um lágmarks- og hámarksboð í verk. Þá
munu sjálfboðaliðar okkar bjóða í verkið fyrir þína hönd og hækka um 5.000 kr. í senn
komi einhver móttilboð, þar til hámarksupphæð þinni er náð.

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/1260224851189910
Upplýsingarsíða með verkum: https://retturbarnaaflotta.weebly.com/listaverkauppboeth.html

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page