top of page

Hye Joung Park: Viðloðun

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Hye Joung Park: Viðloðun

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Viðloðun eftir Hye Joung Park í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 25. maí kl 14:00.

Á sýningunni Viðloðun kannar Hye Joung Park efniskennd leirs í skúlptúrgerð. Hér minnir hann á eiginleika líkama, hvað varðar þyngd, hreyfanleika og mikilvægi jafnvægis í tilverunni. Verkin kanna skynjun eins og snertingu og dýpt, ásamt ósýnilegum lögum og földum rýmum, sem eru mikilvæg við gerð verkanna. Þó að verkin séu gerð úr mismunandi efniviði – leir, pappír og frauðplasti, tala skúlptúrarnir saman í gegnum ákveðna eiginleika. Í gegnum hægt vinnuferli virðast verkin vaxa og stækka, þannig skapar Hye Joung hljóðlátan samhljóm á milli verkanna.

Á sýningunni varpar Hye Joung upp hugrænni mynd af tilverunni í hnattrænum heimi, þar sem rými og tímaskynjun nútímamanna er sundurliðuð með fjarlægð, en á sama tíma tengd. Hye Joung býður gestum sýningarinnar að upplifa tíma og rými sem loða við verkin.

Hye Joung Park er fædd í Suður-Kóreu og kom til Íslands í fyrsta sinn sem skiptinemi árið 1997, þá 19 ára gömul. Hrifning hennar af Íslandi og myndlist mótaði fullorðinsár hennar og hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og MFA gráðu frá Slade School of Art árið 2009.


Á árunum 2010-2017 var Hye Joung búsett í Suður-Kóreu og sýndi m.a. í Gallery Chosun, Can Foundation, Gallery b‘One og Incheon Art Platform. Árið 2017 snéri hún aftur til Íslands og lauk diplómanámi í keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2019 og diplómanámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands árið 2021. Meðfram starfi sínu sem myndlistarmaður er Hye Joung aðjúnkt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og kennir einnig grunnskólabörnum myndlist.

Hye Joung Park býr og starfar á Íslandi.

Sýningin stendur til 21. júní.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page