top of page

Hverfisgallerí: Teikningar - Edda Jónsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 6. júlí 2022

Hverfisgallerí: Teikningar - Edda Jónsdóttir

HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun einkasýningar Eddu Jónsdóttur, Teikningar, laugardaginn 9. júlí kl. 16 til 18 // See English below

Á laugardaginn opnar Edda Jónsdóttir einkasýninguna Teikningar í Hverfisgallerí þar sem sýnd verða um þrjátíu verk sem öll eru unnin í Reykjavík á árunum 2021-2022. Verk Eddu eru gerð á 300gr Arches vatnslitapappír með blýanti og vatnslit.

Þær koma óvart.

Þetta eru teikningar, þær þrýstast út og koma öllum á óvart. Þetta er allt sama myndin, hvers vegna þær verða mismunandi skrifast á fýsn eða forvitni. Tilhlökkunin er ærandi, endurtekningin gerir einlægnina tærari. Þetta er orðin þrá, þarna er hamingjan. Áður var ýmislegt en nú liggur hamingjan þarna, með tímanum er sjálfsefinn alveg farinn.

Dagsformið kallar á eitthvað;

Pappírinn er til grundvallar, það fer eftir dagsforminu hvort teikningin fer upp og niður eða til hliðanna, þær eru frjálsari til hliðanna, hitt er jarðbundnara. Blokkirnar hrannast upp, kerfin skarast. Höktið við vatnslitinn þegar blýanturinn kemur á eftir. Stundum eru allir litirnir uppurnir, vantar áður óþekktan lit svo myndin gangi upp. Þær gera það stundum og stundum ekki, tilfinningin er góð eftir sem áður. Þessar klaufalegu fara á varamannabekkinn. Róa sig, það verður kíkt á þær seinna.

Þetta eru teikningar sem fjalla um lífið, þetta lárétta og lóðrétta og allar ákvarðanir þar á milli.
Hildigunnur Birgisdóttir, sýningarstjóri

Edda Jónsdóttir (f. 1942) býr og starfar í Reykjavík. Edda stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðarskóla Íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunsten Amsterdam. Edda starfaði við myndlist frá árunum 1975 -1995, stofnaði i8 gallery og vann sem framkvæmdastjóri þess frá árunum 1995-2007 en sneri sér aftur á þeim tíma að myndlist. Síðustu sýningar hennar voru í Ásmundarsal 2021 og á Mokka kaffi sama ár. Það er Hverfisgallerí sérstakur heiður að skipuleggja einkasýningu Eddu Jónsdóttur þar sem hún fóstraði stofnun gallerísins fyrir tæpum tíu árum. Samhliða sýningunni Teikningar er efnt til útgáfu bókverks sem gerð var möguleg fyrir tilstuðlan úthlutunar úr Myndlistarsjóði.


//
HVERFISGALLERÍ invites you to the opening of Edda Jóndsdóttir's solo exhibition, Drawings, Saturday July the 9th at 4pm

In her solo exhibition, Drawings, in Hverfisgallerí, Edda Jónsdóttir displays more than 30 framed pictures created in Reykjavik in the last two yers, using 300 gr Arches paper, in pencil and watercolor.

These are drawings. They are all the same image, their difference lies in some urge or curiosity. The anticipation is overwhelming, repetition makes the sincerity more sincere. This has become an obsession where happiness can be found. Before, there were a lot of things but now happiness lies therein and with time the self-doubt has disappeared.

The paper is fundamental, the mood each day directs if the drawing goes up and down or to the sides. Sideways is freer, the other more down-to-earth. The blocks pile up, systems overlap. The faltering watercolour when the pencil follows. Sometimes, the colours don’t suffice, a new and unknown colour is required for the image to make sense. Occasionally they do and sometimes they don’t, either way it feels good. The awkward ones are side-lined, no stress, they will be looked at later.
These are drawings about life, the horizontal/vertical and all the decisions in between.
Hildigunnur Birgisdóttir, Curator

Edda Jónsdóttir (b. 1942) was born in Reykjavík were she studied at the Reykjavík School of Visual Arts, The Icelandic College of Arts and Crafts and later at Rijksakademie van Beelende Kunsted Amsterdam. She worked as an artist from 1975-1995, then founded i8 Gallery and directed the gallery in the years 1995-2007 when she returned to making art. Her lates exhibitions were in Ásmundarsalur and Café Mokka in Reykjavik in 2021. It Is a special honour for Hverfisgallerí to organise Jónsdóttir's exhibition as It was her vision that laid the foundations to the gallery a decade ago.


OPNUNARTÍMAR / OPENING HOURS

13 – 17 þriðjudag til föstudags
14 – 17 laugardaga og sunnudaga og samkvæmt samkomulagi.

13 pm – 5:00 pm Tuesday to Friday
2 pm – 5 pm Saturday to Sunday and by appointment

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page