top of page

Hverfisgallerí: Krot & Krass, Viðarverk - Björn Loki og Elsa Jónsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 9. mars 2022

Hverfisgallerí: Krot & Krass, Viðarverk - Björn Loki og Elsa Jónsdóttir

Sýningaropnun í Hverfisgalleríi – Krot & Krass, Viðarverk – laugardaginn 12. mars, 16.00-18.00

Tvíeykið, Krot & Krass sem samanstendur af þeim Birni Loka (f. 1991) og Elsu Jónsdóttur (f. 1990) opnar einkasýningu sína sem ber titilinn Viðarverk í Hverfisgalleríi nk. laugardag, 12. mars, klukkan 16.00.

Á sýningunni verða ný skúlptúrverk sem unnin eru í rekavið og steypu sýnd. Samhliða verkunum hefur Krot & Krass unnið rannsóknarskýrslu sem gefin er út sem sérstakt bókverk. Höfðaletur hefur verið helsta hugðarefni Krot & Krass undanfarin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Höfðaletur getur verið torlæsilegt og hefur allt frá uppruna sínum verið sveipað dulúð. Í sýningarskrá Viðarverks segir Bergur Ebbi: „Virðum þá fyrir okkur. Þetta eru drumbar, saltaðir kögglar, þeir risu kannski ekki eins og Bond-stelpa úr hafinu, en þeir eru ferskir og saltaðir. Bæði útvatnaðir en líka mergþéttir. Sigldir en þjóðlegir. Þeir eru voðaverk, viðarverk, timbraðir, flúraðir gúbbar og maður vill ekki mæta þeim á bílastæðinu fyrir utan Stjörnubíó. En við fáum stund með þeim hér, á eigin forsendum, fáum að finna af þeim lyktina, anda að okkur sögunni.“

Tvíeykið Krot & Krass hefur unnið fjölmörg verk í almannarými undanfarinn áratug. Síðastliðin ár hafa þau fært hugmyndir sínar í skúlptúra og lágmyndir. Þau Björn Loki og Elsa hafa hafa stundað kennslu við Listaháskóla Íslands, Lýðskóla Flateyrar og Fjölbraut í Breiðholti og staðið að lista- og tónlistarhátíðum á borð við Buxur, Happy Festival og Gambri, Berlín. Tvíeykið rekur 1200 m² vinnustofu í Gufunesinu sem ber nafnið FÚSK. Þau eru meðeigendur í Skiltamálun Reykjavíkur sem sérhæfir sig í uppsetningu á stærðarinnar veggverkum fyrir listamenn.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page