top of page

Hvað býr að baki - Fríða Freyja Frigg

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. júlí 2024

Hvað býr að baki - Fríða Freyja Frigg

Verið hjartanlega velkomin á opnun á sýningunni ”Hvað býr að baki” sem verður í Iðnó fimmtudaginn 14. júlí frá 14.00 til 19.00.

Hvað býr að baki málverks? Hvað er það sem fær listamanninn til að skapa myndverk? Hvaða ásetningur drífur hann áfram? Hver er hugsjónin, tilfinningin?

Fríða Freyja Frigg hefur starfað við málverkið síðastliðin tuttugu og fjögur ár en hennar fyrsta verk var málað á frystihúsið Ísbjörninn þegar hún var sautján ára gömul og þaðan lá leið hennar í Mynd og Handíðaskóla Íslands, sem var listaháskóli þess tíma. Einnig nam hún við La Escuela de Artes y Oficios í Malaga og hefur svo tekið mörg námskeið í málun meðal annars hjá Bjarna Sigurbjörnssyni listmálara. Síðastliðin 15 ár hefur hún verið í gallerísrekstri ásamt sautján öðrum listakonum (ART67 gallerí). Verk hennar hafa farið víða um heiminn og eru sumsstaðar þekkt sem "The Paintings of the Light" þar sem hún hefur tileinkað verkum sínum að hlaða niður Ljósinu í “ Niðurhölum Ljóssins “ “Downloading the Light".

Á sýningunni sem nú stendur yfir í Iðnó “ Hvað býr að baki” nýtir listamaðurinn margt af því efni sem hún hefur átt eftir, þar sem mörg önnur málverk búa að baki. Áferðina sem myndast við það nýtir hún nú til að skapa kraftmikil abstrakt verk þar sem samspil lita og áferðar leika saman. Hér er málverkið fyrir málverkið að tala við áhorfandann. Oft nær undirlagið að skína í gegn sem skapar ákveðna þrívídd. Þannig verður til ný sköpun þar sem virðing er borin fyrir því sem áður var. Það er hægt að setja þetta allt í samhengi við lífsins ferðalag, þar sem allt sem við höfum upplifað getur orðið til þess að úr verði vöxtur og virðing fyrir þeim og því sem áður var, sem gefur okkur visku og virðingu fyrir öllu sem er.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page