top of page

Hraunbræðsla í Ásmundarsafni - Halldór Ásgeirsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

Hraunbræðsla í Ásmundarsafni - Halldór Ásgeirsson

Halldór Ásgeirsson er þriðji listamaðurinn sem dvelur í Undralandi með verk í vinnslu og veitir gestum í Ásmundarsafni innsýn í ferlið að baki listsköpun sinni.

Listsköpun Halldórs hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengsl á milli heimshluta koma berlega í ljós í hraunbræðsluverkum hans. Með þeim sýnir hann fram á tengsl á milli fjarlægra staða, bræðir hraun af ólíkum uppruna en fær fram samskonar svartan glerung.

Halldór hefur útbúið stand þar sem hann getur hengt hraunmola sem hann hefur safnað frá ýmsum stöðum. Hann kemur standinum fyrir á stéttinni vestan megin við safnið og notar logsuðutækni til þess að bræða hraunið. Það verður rauðglóandi og dropar niður í járnskál fyrir neðan. Taumarnir storkna á leiðinni niður og mynda svarta fínlega glerþræði, svokallað nornahár.

Á meðan Halldór dvelur í Undralandi tekur rýmið breytingum, innandyra og utan. Það er þess virði að líta við oftar en einu sinni til þess að fylgjast með framvindunni.

Gestum safnsins er boðið að fylgjast með hraunbræðslu Halldórs flestalla laugardaga í sumar kl. 15.00.

Yfir allt árið 2025 hefur listamönnum verið boðin aðstaða í Ásmundarsafni til þess að vinna að eigin verkum fyrir opnum tjöldum og veita gestum innsýn í ferlishugsun sem listsköpun þeirra byggist á. Fyrstur var Unnar Örn þá Ásta Fanney Sigurðardóttir og nú Halldór Ásgeirsson sem verður með verk í vinnslu yfir sumarmánuðina.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page