top of page

Hafú: Hrísla

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. janúar 2026

Hafú: Hrísla

Hafú opnaði einkasýningu á um miðjan desember í Bodens Konsthall í Norðurbotnsléni í norður Svíþjóð. Sýningin verður opin til 2. febrúar en bæjarlistasafnið í Boden er á fallegum stað í gamalli herstöð, skammt frá Lulea.

Heiti sýningarinnar Hrísla og vísar til trjáa sem teygja sig eftir sólarsljósi þar sem þau vaxa í skugga stærri furutrjáa. Ný fjögurra verka sería var voru þar frumsýnd en hvert og eitt verkanna er af litlu birkitré í Kjartanslundi í Elliðaárdal í árstiðunum fjórum, vetur, sumar, vor og haust.

Málverkin á sýningunni eru samspil náttúru, götumynda, furðuvera og íhugunar með sérstakri áherslu á olíumálverkið sem handverk. Snemma á ferli sínum vann Hafú með hálf-abstrakt fígúratíf form, en sneri sér síðar að gróðri, steinum, landslagi og götumyndum. Verkin brúa áhrif úr hefðbundnum íslenskum landslagsmálverum og tækni sem mótuð er af búsetuárum í Asíu, þar á meðal myndmáli japanskra teiknimynda og penslahefðum kínverskrar blekmálunarlistar.

Hafú er málari, höfundur og myndskreytir sem býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði listnám við Li Po Chun United World College of Hong Kong, Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht, Beijing Shuangxiong For. Serv. Co. og Listaháskóla Íslands. Í átta ár starfaði hann í Sjanghæ og við sendiráðið í Peking við kynningar á íslenskri menningu og skipulagði fjölmarga viðburði til að efla menningarsamskipti Íslands og Kína.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page