Holur Himinn Hulið Haf - Anna Guðjónsdóttir

fimmtudagur, 10. apríl 2025
Holur Himinn Hulið Haf - Anna Guðjónsdóttir
Verið velkomin á opnun á nýjum verkum Önnu Guðjónsdóttur í Kling & Bang laugardaginn 12. apríl frá kl.17-19.
Á sýningunni Holur Himinn Hulið Haf hefur Anna gert ný verk fyrir rýmin í Kling & Bang. Hún vinnur yfirleitt með sýningarrýmið og virkjar það sem hluta af heildarverkinu. Það má segja að hún noti rýmið sem einskonar ósýnilegan blindramma. Verk sýningarinnar eru notuð í myndbygginguna og vinna saman sem heild. Allir krókar og kimar rýmisins eru virkjaðir, gólfið verður að teikningu, gluggar og veggir að málverkum. Þetta tvinnar hún saman við málverk og teikningar unnar á undanförnum árum. Með þessum vinnubrögðum verður Kling & Bang að sérstakri heild. Fyrir Önnu er þetta staður ákveðins uppruna.
„Sýningarskápurinn“ er hugtak, sem Anna hefur notað í sinni myndlist í gegnum tíðina. Bæði, sem hjálpartæki til að skilja betur samhengi náttúru og menningar og sem tákn fyrir þekkingu og sögu. Þegar við göngum inn í rýmið erum við að ganga inn í einhverskonar sýningarskáp en einnig að ganga inn í málverk.
Myndlist Önnu Guðjónsdóttur á rætur að rekja til málverksins og náttúrunnar. Hún ólst upp að hluta til á Þingvöllum, sem hafði áhrif á hennar náttúrusýn og þróaði Anna sinn brennandi áhuga á náttúrunni með ferðalögum á fjarlæga staði, m.a. á Svalbarða og víðar. Einnig með því að skoða náttúrugripasöfn sem og að rannsaka og fræðast um hefð landslagsmálverksins. Hún veltir fyrir sér hvernig hægt er að skilgreina sig, sem hluta af náttúrunni í dag og hvaða möguleikar eru til staðar til að vera meðvitaðri um eigin sögu og eigin sögu í tengslum við alheimssöguna.
Árið 2022 hóf Anna samvinnu við hóp alþjóðlegra vísindamanna þar sem rannsóknarefnið var „eldfjöll, loftslag og saga“. Úr þessari samvinnu hafa komið textar, sem birtir voru á alþjóðavettvangi og tvær myndlistarsýningar, einkasýningin „Curiosity Unbound“ í Bielefeld, Þýskalandi, 2023 og samsýningin „Magma Rising“ í Heong Gallery, Cambridge University, Bretlandi, 2025. Þar gerði Anna 5 x 7 metra veggverk. https://magmarising.org.
Anna Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu og á Þingvöllum. Hún var tvö ár í Myndlista- og handíðaskólanum en þaðan lá leiðin til Hamborgar þar sem hún lauk námi við Listaháskólann á níunda áratugnum. Anna hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín bæði hérlendis og erlendis, m.a. Edwin Scharff verðlaunin, Hamborg, 2007 og listaverðlaun Edstrandska Stiftelsen í Svíþjóð, 1999. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum sýningum eins og í Palais de Tokyo, Paris 1998 og í safni Falckenberg í Deichtorhallen, Hamborg 2025. Sýning Önnu „pars pro toto“ í Hafnarhúsinu 2019 var tilnefnd til Íslensku Myndlistaverðlaunanna. Anna starfar að mestu í Hamborg og Glückstadt en er alltaf með annan fótinn á Íslandi.
- english -
Welcome to the opening of Anna Gudjonsdottir´s exhibition at Kling & Bang, Saturday 12th of April at 5 pm
Anna Guðjónsdóttir‘s artistic practice is deeply rooted in painting and nature. Growing up partly in Thingvellir National Park, studying nature in field trips, visiting Natural History museums, as well as a deep knowledge of the tradition of landscape painting has shaped her art. In her exhibitions she often makes the exhibition space a part of the work, thereby creating a special place, that for Guðjónsdóttir, is a place of origin. She is interested in how we define ourselves in relation to nature and how we can be more aware of our own
history and our collective memory. She uses the vitrine as a viewfinder and as a symbol for knowledge and a means of understanding the context of nature and culture.
In her exhibition Hollow Sky Hidden Ocean, Anna Guðjónsdóttir uses this element in new works that are created on site. She has also brought with her from Hamburg paintings and drawings both recent and older ones. Since 2022 Guðjónsdóttir has been a fellow of a group of international scientists working on the topic of volcanoes, climate and history, which has resulted in scientific papers as well as two exhibitions, her solo exhibition Curiosity unbound in Bielefeld, Germany (2023) and the group show Magma Rising in the Heong Gallery, Cambridge University, UK (2025). Gudjónsdóttir’s contribution to the show in the Heong Gallery was a 5 x 7 meter mural. (see: https://magmarising.org)
Anna Guðjónsdóttir was born in Reykjavík and was raised in Vogahverfið and in Thingvellir National Park. She studied at the Icelandic College of Art and Crafts and at the University of Fine Arts in Hamburg, Germany, where she graduated in the nineties. Anna has received numerous awards for her work, both in Iceland and abroad, such as the Edwin Scharff Prize from Hamburg 2007 and in 1999 the Edstrandska Stiftelsen Art Award in Sweden. She exhibits internationally, for example; Palais de Tokyo, Paris 1998 and 2025 in the Falckenberg collection, Deichtorhallen in Hamburg 2025. Her exhibition „pars pro toto“ in Hafnarhúsið (2019) was nominated for the Icelandic Art Award. She currently lives and works in Hamburg.