top of page

Hlaupið á milli útilistaverka - Kvöldgöngur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

Hlaupið á milli útilistaverka - Kvöldgöngur

Halla Margrét Jóhannesdóttir verður með leiðsögn þar sem hlaupið verður að útilistaverkum í Vesturbæ og Nauthólsvík.

Lagt verður af stað frá verki Rúríar, Stuðlar, sem stendur við Háskólabíó.
Vegalengdin er rúmir 7 kílómetrar sem skokkaðir verða á rólegu tempói. Stoppað verður við útilistaverk sex sinnum á leiðinni. Með léttum teygjum í lokin tekur viðburðurinn alls um 90 mínútur.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík Unesco standa fyrir.

Göngurnar eru ókeypis og fara fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 – 21:30 yfir sumarmánuðina.
Athugið að göngurnar hefjast á mismunandi stöðum.

Fylgjast má með dagskránni á heimasíðum safnanna og á Facebook síðunni Kvöldgöngur. Þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna þegar göngurnar eru í Viðey.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page