top of page

Hlöðuloftið: Hérna - Félag íslenskra samtímaljósmyndara ( FÍSL)

508A4884.JPG

miðvikudagur, 23. mars 2022

Hlöðuloftið: Hérna - Félag íslenskra samtímaljósmyndara ( FÍSL)

Föstudaginn 25. mars næstkomandi kl. 17 opnar ljósmyndasýning FÍSL, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum. Sýningin er samsýning íslenskra og finnskra ljósmyndara og er lokahnykkur Ljósmyndahátíðar Íslands 2022.

Sýningin ber heitið “Hérna” og þar koma saman fjórir ljósmyndarar frá Finnlandi, valdir af sýningarstjjóranum Mike Watson fyrir hönd Northern Photographic Center í Finnlandi, og 27 ljósmyndarar frá Íslandi sem allir eru meðlimir í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. “Hérna” sameinar listamenn frá tveimur svipuðum en þó mjög ólíkum löndum í samræðu um hvað það þýðir að vera til staðar, hér og nú.

Eftirfarandi ljósmyndarar verða með verk á sýningunni; Agnieszka Sosnowska, Aishling Muller, Anni Kinnunen, Arttu Nieminen, Atli Már Hafsteinsson, Bjargey Ólafsdóttir, Bragi Þór Jósefsson, Charlotta Hauksdóttir, Christine Ghisladóttir, Díana Júlíusdóttir, Einar Sebastian, Ingvar Högni Ragnarsson, Janne Körkkö, Jóna Þorvaldsdóttir, Kalli Ómarsson, Kristín Bogadóttir, Kristín Sigurðardóttir, Maria Kjartans, Nina Zurier, Runar Gunnarsson, Sigga Ella, Skúta Helgasson, Stephan Stephensen, Stuart Richardson, Teija Soini, Þórdís Erla Águstsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir.

Sýningin stendur næstu tvær helgar, laugardag og sunnudag, milli kl. 13 og 17 og henni lýkur sunnudaginn 3. apríl.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page