top of page

Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum: Vituð ‘ér enn – eða hvað? - Rúrí

508A4884.JPG

miðvikudagur, 20. apríl 2022

Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum: Vituð ‘ér enn – eða hvað? - Rúrí

Vituð ‘ér enn – eða hvað?

Hlöðuloftið - Korpúlfsstaðir
The exhibition period is April 23rd to May 15th, 2022
Opening on Saturday April 23rd at 14:00-18:00
Open Saturdays and Sundays from 13:00 till 18:00
Saturday May 14th open from 15:00-18:00


Two important and timely works by Rúrí that speak to the devastations of war to be shown at Hlöðuloftið, Korpúlfsstaðir, Reykjavík, Iceland. From April 23 to May 15, 2022, two works by the Icelandic artist Rúrí will be shown in the main exhibition space at Korpúlfsstaðir, organized by SÍM: Samband íslenskra myndlistarmanna / The Association of Icelandic Visual Artists. The curator is Pari Stave.

The present conflict in Ukraine is once again a reminder of the devastating impact on humanity and the threat of nuclear war. Two works from the artist Rúrí’s archive poignantly address these subjects, statement on how easily progress toward peace can be undone.

Museum (1987) was created in the year that US President Ronald Reagan and the President of the Soviet Union Mikhail Gorbachev signed the Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty (INF Treaty), the initial talks for which were held in Reykjavík in October, 1986 . The installation comprises 15 boxes that take their shape from chests commonly found in family homes that might contain objects of sentimental and investment value. As the title suggests, the boxes reference display cases found in museums and archives, into which objects of importance to culture or civilization might be held for safekeeping or put on display for the benefit of celebrating intellectual, creative, or historic achievement.

In Rúrí's museum, assemblages of items collected over a ten-year span, from places specific in their geographical location and nonspecific in the randomness of their selection, point not to objects of personal, cultural, or historical significance, but rather to the banal and mundane reality of everyday life. Taken together, the displays of precisely arranged things — documents, timepieces, tools — ask us to imagine a moment at some point in the future, the Earth uninhabited by humans, when some other beings might look upon the detritus left behind to decipher who we were.

Elegy (2000) is a single-channel video documenting visit to Kroatia, Bosnia Herzegovina and Serbia in the beginning of 1998. The aftermath of the war or armed conflicts is everywhere when the camera travels through streets and ruined buildings.
Running time; 10 min.
Camera and post production: Rúrí and KVIK Film Productions
Music: Hilmar Örn Hilmarsson


In a career spanning more than five decades, Rúrí, one of Iceland’s preeminent artists, has centered her artistic practice on dealing with moral issues of inhumanity and existential threat, in works that confront imperialism, capitalism, social injustice, and environmental destruction. A pioneer of performance art in Iceland, Rúrí has worked in a wide range of mediums, including painting, sculpture, writing, photography, film, multimedia installations and performance art. Her groundbreaking performance Golden Car (1974), was one of the first works in Iceland to engage in political activism. She represented Iceland at the 2003 Venice Biennale with the work Archive-Endangered Waters, an interactive multimedia installation made up of visual and acoustic data on 52 waterfalls that had disappeared or were threatened by the construction of a dam in the Icelandic Highlands. The piece brought her international acclaim.


Curator Pari Stave is the incoming Director of Skaftfell Myndlistarmiðstöð Austurlands | Center for the Visual Arts, in Seyðisfjörður. She was formerly the Senior Manager of the Department of Modern and Contemporary Art at the Metropolitan Museum of Art, New York.

Korpúlfsstaðir
Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

https://www.google.com/maps/search/Thorsvegur+1,+112+Reykjav%C3%ADk?entry=gmail&source=g

The exhibition will be on view from April 23rd to May 15th 2022,
Opening on Saturday April 23rd at 14:00 – 18:00
Gallery hours:
Saturdays and Sundays from 13:00 till 18:00
Saturday May 14th open from 15:00 to 18:00

For more information, contact: ruri.art@centrum.is
*The exhibition title is a reference to Völuspá an epic poem related to Old Nordic mythology.

_______________________________________________________________________________________________________

Vituð ‘ér enn – eða hvað?

Á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum verða sýnd tvö mikilvæg verk eftir Rúrí sem tala til okkar tíma og fjalla um eyðileggingu stríðsátaka. Frá 23. apríl til 15. maí 2022 verða verk Rúríar sýnd í aðalsýningarsal og ráðstefnusal Korpúlfsstaða, sem SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna rekur.

Núverandi stríðsátök í Úkraínu minna okkur enn og aftur óþyrmilega á möguleikann á að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Tvö verk úr safni myndlistarmannsins Rúrí fjalla á áhrifamikinn hátt um þessi efni, og staðfesta hversu auðvelt er að glutra niður þeim framförum sem orðið hafa í átt að heimsfriði.

Safn var gert 1987, árið sem forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og forseti Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachov, undirrituðu samning um afnám meðaldrægra kjarnorkuflauga (INF), en samningaviðræðurnar hófust í Reykjavík árið áður. Innsetningin samanstendur af 15 kistum sem í útliti líkjast kistum sem gjarnan má finna á heimilum fólks, og þá gjarnan notaðar sem hirslur fyrir tilfinningaleg og veraldleg verðmæti. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá vísa kisturnar til sýningarkassa í söfnum þar sem hlutir sem hafa menningarlegt verðmæti eru geymdir, eða hafðir til sýnis til vitnis um vitsmunaleg, sköpunar eða söguleg afrek.

Í Safni Rúríar, samsafni af hlutum sem hún safnaði á tíu ára tímabili frá stöðum með sérstaka landfræðilega staðsetningu en ósértækir þar sem þeir eru valdir af handahófi, eru ekki hlutir sem hafa persónulegt, menningarlegt eða sögulegt mikilvægi, hlutirnir eru frekar til vitnis um venjulegan og hversdaglegan raunveruleika daglegs lífs.

Þessi sýning á nákvæmlega uppröðuðum hlutum - skjölum, klukkum, tækjum - býður okkur þegar upp er staðið að ímynda okkur að einhverjar verur, á einhverjum ótilteknum tíma í framtíð þar sem Jörðin er ekki lengur byggð af mönnum, virði fyrir sér þessar leifar og velti því fyrir sér hver við vorum.

Elegy (2000) er videóverk, skráning á ferð um Króatíu, Bosníu Herzegóvínu og Serbíu í byrjun árs 1998. Þegar myndavélin ferðast gegnum stræti og húsarústir sjást eingöngu afleiðingar stríðsátaka hvert sem litið er.
Sýningartími: 10 mín.
Myndataka og klipping: Rúrí og Kvik Kvikmyndagerð.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.

Á ferli sem spannar meira en fimm áratugi hefur Rúrí, einn virtasti listamaður Íslands, einbeitt sér að því að takast á við siðferðileg álitamál, tilvistarógn og um skort á mannúð, í verkum sem takast á við heimsvaldastefnu, kapítalisma, félagslegt óréttlæti og umhverfiseyðingu. Rúrí er meðal frumkvöðla í gjörningalist á Íslandi og hefur unnið með fjölmarga miðla, þar á meðal málun, skúlptúr, ritlist, ljósmyndun, kvikmyndir, margmiðlunarinnsetningar og gjörningalist. Byltingarkenndur gjörningur hennar Gullinn bíll (1974) var eitt af fyrstu listaverkunum á Íslandi sem flokkast geta sem pólitískur aktívismi. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 með verkinu Archive-Endangered Waters, gagnvirkri margmiðlunarinnsetningu sem samanstendur af myndum og hljóðum 52 fossa sem voru horfnir eða var ógnað af byggingu virkjana á hálendi Íslands. Fyrir verkið ávann hún sér alþjóðlegt lof.

Sýningarstjórinn Pari Stave er nýráðinn forstöðumaður Skaftfells Myndlistarmiðstöðvar Austurlands á Seyðisfirði. Hún var áður yfirmaður nútíma- og samtímalistadeildar Metropolitan Museum of Art í New York.


Korpúlfsstaðir
Thorsvegur 1, 112 Reykjavík

https://www.google.com/maps/search/Thorsvegur+1,+112+Reykjav%C3%ADk?entry=gmail&source=g
Sýningin er opin frá 23. apríl til 15 maí 2022.
Sýningaropnun, laugardaginn 23. apríl frá 14.00-18.00.
Sýningin er síðan opin á laugardögum og sunnudögum frá 13.00-18.00.
Laugardaginn 14. maí er hún opin frá 15.00-18.00.

* Yfirskrift sýningarinnar er tilvísun í Völuspá

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page