top of page

Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum: Leir á loftinu - Samsýning meðlima Leirlistafélags Íslands

508A4884.JPG

miðvikudagur, 9. nóvember 2022

Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum: Leir á loftinu - Samsýning meðlima Leirlistafélags Íslands

Leir á loftinu - Nóvember 2022

Samsýning meðlima Leirlistafélags Íslands á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum frá 12. - 27. nóvember 2022.
Sýningaropnun verður kl 16 laugardaginn 12. nóv. kl. 16:00. Léttar veitingar eru í boði okkar sem stöndum að sýningunni og við hlökkum til að sjá ykkur.

Sýningin verður opin
Laugardaga og Sunnudaga 13:00 - 18:00
Fimmtudaga og föstudaga 17:00 - 20:00
Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 27. Nóvember.

Leirlistafélag Íslands (LÍ) var stofnað 1981 og er því 41 árs í ár, 2022.
Sýnendur eru starfandi leirlistafólk, allt frá stofnfélögum til nýjustu meðlima félagsins:

Verkin eru frá mismunandi tímum í ferli listafólksins og sýna fjölbreytileikann í sköpunarferlinu með leirinn.

Leir og önnur efni sem notuð eru í leirlist eru flest náttúruleg efni sem grafin eru upp úr jörðu. Möguleikar þeirra sem efniviður til sköpunar er nær óendanlegur og það er hlutverk listafólksins að finna sína leið með efnið. Það getur verið langt og strembið ferli því leir virðist hafa sjálfstæðan vilja og er ekki alltaf til í að fyrirgefa meðferðina á sér. Þá þarf að finna aðrar leiðir sem leirinn sættir sig við. Þetta eru samningaviðræður og geta tekið langan tíma og margar tilraunir áður en markmiðinu er náð.
Sýningin “Leir á Loftinu” er yfirlitssýning félaga í Leirlistafélagi Íslands og þar má glöggt sjá hve ólíkar leiðir er hægt að fara í sköpun með leir. Það er hægt að vinna með hann mjúkan, sveigjanlegan, harðan, grófan, fíngerðan og fljótandi. Verk úr leir geta verið málverk, skúlptúr, nytjalist eða eitthvað allt annað.
Sum verkin eru svo glæný að þau eru sett upp volg úr ofnunum á degi opnunarinnar. Önnur eru eldri, frá ákveðnu tímabili í ferli listafólksins eða frá mismunandi tímum og sýna ferðalag listsköpunarinnar. Verkin á sýningunni eru því mjög fjölbreytt og gefa örlitla innsýn í þær óendanlegu áttir sem listafólk getur farið í listsköpun sinni með leirinn sem efnivið.


Þórdís Sigfúsdóttir
Þórdís Baldursdóttir
Unnur S. Gröndal
Ólöf Sæmundsdóttir
Kristbjörg Guðmundsdóttir
Katrín Valgerður Karlsdóttir
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
Hrönn Waltersdóttir
Halldóra Hafsteinsdóttir
Hafdís Brands
Guðný Margrét Magnúsdóttir
Glytta
Daði Harðarson
Auður Inga Ingvarsdottir
Auður Gunnur Gunnarsdóttir
Arnfríður Lára Guðnadóttir
Arnbjörg Drífa Káradóttir
Ása Tryggvadóttir
Aldís Yngvadóttir

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page