top of page

Hildur Henrýsdóttir: Hamskipti í Listasafni Einars Jónssonar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 5. október 2023

Hildur Henrýsdóttir: Hamskipti í Listasafni Einars Jónssonar

Sýningaropnun laugardaginn 7. október kl 15:00-17:00 í Listasafni Einars Jónssonar, Hallgrímstorgi 3, 101 Reykjavík. Sýningin stendur til 2. janúar 2024.

Á einkasýningu sinni Hamskiptum sýnir Hildur Henrýsdóttir röð nýrra verka er marka lokahluta sjálfsævisögulegs sýninga-þríleiks hennar. Eftir endurspeglun vaxtarverkja og eirðarleysis í tveimur fyrri hlutum þríleiksins, sýningunum Hamur (e. Skin) árið 2019 í Listasalnum í Mosfellsbæ og Chrysalis árið 2022 í Hosek Contemporary sýningarými í Berlín, fylgjum við henni nú yfir í lífsskeið er einkennist af jafnvægi og sálarró.

Sýningin er hluti sýningarraðarinnar Tími, tilvisti & tileinkun : Hamskipti í Listasafni Einars Jónssonar 2023. Sýningaröðin er liður í að opna safnið fyrir sjónrænu samtali um tilurð og tilgang þess. Starfandi listamönnum er boðið að sýna innan um verk Einars og takast á við krefjandi rými safnsins.

Sýningarstjóri: Linda Toivio

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page