top of page

Hildur Elísa Jónsdóttir: Seeking Solace í Outvert Art Space

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. ágúst 2023

Hildur Elísa Jónsdóttir: Seeking Solace í Outvert Art Space

Föstudaginn 26. ágúst kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Hildar Elísu Jónsdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Seeking Solace og stendur til sunnudagsins 17. september.  Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar.  

„Veistu, allt í einu, finnst mér lífið ekki bara vera gilligilli hlæhlæ lengur, heldur er það orðið
frekar, frekar alvarlegt. Ég þarf að gera hluti við líf mitt en það er svo ógnvekjandi, ég er bara lítið barn -
lítil og kvíðin, hrædd og áhyggjufull.“

Í Seeking Solace er skyggnst inn í andstæða heima faglegs ytra byrðis atvinnulífsins og innri átök
nútímafólks. Í gegnum verkið deila starfsmenn á skrifstofu djúp-persónulegum obinberunum, sungnum
við gömul íslensk þjóðlög, einlæg og innileg augnablik sem hægt er að rekja djúpt í iður flytjandans; galli í
yfirvegaðri og faglegri frammistöðu þeirra. Þegar örlítið truflaðar og ofurmannlegar játningarnar eru
tvinnaðar saman við forneskjuleg en tignarleg þjóðlögin verður svikaraheilkennið í textunum enn meira
áberandi. Á sama tíma og textarnir eru djúpmannlegir og óvægnir eru þjóðlögin traustvekjandi og
huggandi - þverstæða sem margir tengja við úr eigin lífi í sambandi við innri orðræðu í andstæðu við ytri
aðstæður.

Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) er myndlistarmaður og tónskáld búsett í Amsterdam og Reykjavík. Hún
hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í
hversdagslega hluti og uppákomur. Sköpunarferli hennar er limbó duttlungafullra hugdetta og
áráttukenndra rannókna en í verkum sínum fæst hún við hversdagslegar upplifanir og eðlilegt
hegðanamynstur á gagnrýninn hátt. Með því að setja þessa hversdagslegu atburði í óhefðbundið og
óvenjulegt samhengi ögrar hún skilningi okkar á fastmótuðum og manngerðum félagslegum
raunveruleika okkar og sýna fram á ótrúlega getu mannsins til þess að skapa annarskonar merkingu og
nýjan raunveruleika - með ‘afhverju’ og ‘hvað ef’ að vopni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page