Helgi Þorgils Friðjónsson - Grafíkvinamynd ársins 2025

fimmtudagur, 6. febrúar 2025
Helgi Þorgils Friðjónsson - Grafíkvinamynd ársins 2025
Helgi Þorgils Friðjónsson er listamaður Grafíkvina árið 2025. Verk hans verður sýnt og afhent Grafíkvinum á Safnanótt, 7. febrúar, en jafnframt verður Helgi Þorgils með sýningu á verkum sínum í salnum.
Einnig verður hægt að sjá fyrri verk listamanna Grafíkvina og einhver þeirra verða til sölu, svo sem verk eftir Kristján Davíðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur o.fl.
Aðeins þessa einu helgi!
Árgjald Grafíkvina er enn óbreytt, 15.000,- og innifalið í því er eintak af verki ársins sem þrykkt er í upplagi fyrir verkefnið.
Innrammarinn, Rauðarárstíg, býður 20% afslátt á innrömmun Grafíkvinamyndarinnar.
Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.
Opið: föstudag kl 18-21, laugardag og sunnudag kl 14-17. Öll hjartanlega velkomin!


