top of page

Helga Egilsdóttir: Hugarafl í Gallerí Gróttu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. febrúar 2024

Helga Egilsdóttir: Hugarafl í Gallerí Gróttu

Helga Egilsdóttir listmálari opnar málverkasýningu sína Hugarafl í Galleri Gróttu laugardaginn 17. febrúar n.k. kl. 15.

Helga Egilsdótir er abstrakt málari og eru verkin öll olia á striga. Málverkin mótast af formum og litum sem flæða saman og koma úr hennar innra lífi. Þau eru persónuleg bæði í formi og innihaldi sem verður til við vinnslu þeirra. Úr flæðinu í verkunum upplifir Helga einhvern upprunalegan frumkraft sem hún tengir við Ísland. Stærri verkin eru 170x140cm hæð hennar og faðmur.

Helga á að baki langan feril og fjölmargar sýningar, bæði samsýningar og einkasýningar. Hún hefur einbeitt sér alfarið að málverkinu frá því hún útskrifaðist með BFA og MFA úr San Francisco Art Institute '88. Helga kenndi myndlist í SFAI, Myndlistaskóla Akureyrar, Myndlistaskóla Reykjavíkur og við myndlistardeild Kennaraháskóla Íslands.

Helga er menntuð úr austri og vestri - forskóli Århus kunstakademi '70. Akademiet for fri og merkantil kunst KBH '72 - 73. Myndlista- og handíðaskólinn 78 - 79 og BFA og MFA úr San Francisco Art Institute '88. Helga býr á Frederiksberg DK og vinnur þar að list sinni.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og síðasti sýningardagur er 9 mars.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page