Helena Sivertsen - Húsin í Færeyjum
fimmtudagur, 1. ágúst 2024
Helena Sivertsen - Húsin í Færeyjum
Helena málar í olíu og er undir áhrifum frá expressionisma. Þar má finna ró og ævintýri í hverju verki er listamaðurinn leikur sér með skæra og dökka liti, ljós og skugga og glæðir gömlu húsin í Færeyjum nýju lífi, persónuleika og leyndardómum.
Hún er fædd 1970 í Færeyjum og ólst upp í einu af þessum húsum til 9 ára aldurs. Hún sækir daglega innblástur í ævintýraheim æskuslóðanna.
Helena fluttist til Íslands 1993 og er búsett í Reykjavík. Hún hefur sótt ýmiskonar listnámskeið í Færeyjum og við Myndlistarskóla Kópavogs. Hún útskrifaðist með 2 ára stúdentspróf frá Myndlistaskólanum í Reykjavík 2018. Þetta er þriðja einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Vinnustofa hennar Nalla Art er á 2. Hæð í Suðurveri og þar býðst fólki að koma og skoða verkin hennar eftir samkomulagi.
Formleg opnun verður laugardaginn 3. ágúst kl. 14.00 til 16.00 Léttar veitingar í boði. Öll velkomin.
Sýningin stendur til loka ágúst, er sölusýning og eru öll hjartanlega velkomin.
Art67 er opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 17:00
Sunnudaga 13:00 – 16:00