top of page

Heimir Björgúlfsson: Engar harðar tilfinningar / No Hard Feelings

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. apríl 2025

Heimir Björgúlfsson: Engar harðar tilfinningar / No Hard Feelings

Velkomin á opnun sýningar Heimis Björgúlfssonar; Engar harðar tilfinningar / No Hard Feelings, í viðburðarsal Vinnustofu Kjarvals - Fantasíu (Austurstræti 10 a – 2. hæð, 101 Reykjavík - inngangur um dyr hægra megin við Vínbúð), á milli klukkan 17 & 19 þriðjudaginn 8. apríl.

Sýning Heimis er unnin í samvinnu Skúla Gunnlaugssonar, Vinnustofu Kjarvals & Tveggja hrafna listhúss.
Heimir Björgúlfsson er fæddur í Reykjavík árið 1975 og býr og starfar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-gráðu við Gerrit Rietveld listakademíuna í Amsterdam árið 2001 og í framhaldinu hlaut hann árið 2003 mastersgráðu í myndlist við Sandberg Instituut, einnig í Amsterdam. Áður nam hann hljóðfræði við Konunglega tónlistarháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1998.

Verk Heimis hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum og eru í opinberum safneignum og einkasöfnum víða um heim, má þar nefna; The Museum of Fine Art í Houston Texas, Columbus Museum of Art í The Pizzuti í Columbus Ohio, 21C Museum í Louisville Kentucky, Listasafn Reykjavíkur og Listasafnið á Akureyri.

Árið 2006 var Heimir tilnefndur til De Volkskrant myndlistarverðlaunanna í Amsterdam í Hollandi, 2012 var hann tilnefndur til Carnegie myndlistarverðlaunanna í Stokkhólmi í Svíþjóð og nýverið hlaut hann Homiens myndlistarverðlaunin í New York í Bandaríkjunum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page