top of page

Heimilisiðnaðarfélagið á Blönduósi: Þráðlag (Threadscape) - Ragnheiður Björk Þórðardóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 25. maí 2022

Heimilisiðnaðarfélagið á Blönduósi: Þráðlag (Threadscape) - Ragnheiður Björk Þórðardóttir

Staður: Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Þráðlag (Threadscape), Ragnheiður Björk Þórsdóttir

Sunnudaginn 29. maí kl. 14.00 opnar Ragnheiður Björk Þórsdóttir sýninguna ÞRÁÐLAG á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Verkin á sýningunni eru unnin í gagnbindinar vefstól, stafrænum TC2 vefstól og pappír, og flest unnin á þessu og seinasta ári. Sýningin stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst og er opin frá kl 10:00 – 17:00 alla daga.

Viðfangsefni Ragnheiðar á þessari sýningu er uppbygging og áferð vefnaðarins og hvernig þáttur uppistöðu og ívafs breytist við val á aðferðum sem notaðar eru í ferlinu. Hún nýtir sér bæði hliðrænar og stafrænar aðferðir við vefinn og ferðast frá hinu einfalda til hins flókna. Ragnheiður hefur lengi rannsakað vefnaðarmunstur og uppbyggingu þeirra og að þessu sinni hafa sum verkin tengingu við safnmuni á Heimilisiðnaðarsafninu og einnig við Halldóru Bjarnadóttur og ævi hennar.
Ragnheiður er með vinnustofu á Grenivík og er í hlutastarfi sem sérfræðingur á sviði vefnaðar og hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.

Hjartanlega velkomin

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page