top of page

Heim í Hafnarfjörð // Halldór Árni Sveinsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. apríl 2023

Heim í Hafnarfjörð // Halldór Árni Sveinsson

Föstudaginn 14. apríl opnar Halldór Árni Sveinsson málverkasýningu í Litla Gallerý.
Formleg opnun verður þann dag á milli kl. 17:00-19:00, og eru allir hjartanlega velkomnir.
Á sýningunni sýnir Halldór Árni ný olíumálverk, máluð á þessu ári og því síðasta, auk nokkurra olíukrítarmynda. Myndefnið er bærinn og umhverfi hans, en Halldór er að flytja aftur í Fjörðinn eftir langa búsetu annars staðar.
Halldór Árni er menntaður myndlistarmaður og auglýsingateiknari frá MHÍ, og kenndi listmálun hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og víðar í rúma þrjá áratugi. Hann hefur haldið fjölda málverkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Flest verkin á sýningunni eru til sölu.
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page