top of page

Haustsýning Hafnarborgar 2024 – kallað eftir tillögum

508A4884.JPG

þriðjudagur, 22. ágúst 2023

Haustsýning Hafnarborgar 2024 – kallað eftir tillögum

Líkt og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að haustsýningu næsta árs í Hafnarborg. Haustsýningaröðin hóf göngu sína árið 2011 en hingað til hafa þrettán sýningar verið valdar úr miklum fjölda innsendra tillagna eftir sýningarstjóra með ólíkan bakgrunn og reynslu.

Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að velja til samstarfs sýningarstjóra eða sýningarstjórateymi, sem leggur fram áhugaverða sýningartillögu, auk þess að vera vettvangur fyrir upprennandi sýningarstjóra til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Óskað er eftir hugmyndum að samsýningum þar sem viðfangsefni, vinnuaðferð eða aðrar hugmyndir tengja verk listamanna en einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Jafnt koma til greina sýningar á verkum samtímalistamanna og sýningar sem fela í sér sögulega greiningu.

Umsóknarferlið er tvískipt en í fyrri hluta er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:
– Lýsingu á verkefninu þar sem lögð er áhersla á hugmyndina að baki sýningunni (hámark 1000 orð).
– Ferilskrá(m) sýningarstjóra.
– Stuttum ferilskrám listamanns eða -manna, auk annarra sem lagt er til að verði hluti af sýningarverkefninu.

Tekið er við tillögum í tölvupósti á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is en nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér á heimasíðu Hafnarborgar.

Frestur til að skila inn tillögum er til miðnættis sunnudaginn 17. september næstkomandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page