top of page

Harbinger: Svart tungl dvínar - Patty Spyrakos

508A4884.JPG

föstudagur, 28. október 2022

Harbinger: Svart tungl dvínar - Patty Spyrakos

Patty Spyrakos opnar einkasýningu sína Svart tungl dvínar í Harbinger föstudaginn 28. október á
milli 18 og 20. Kl 18:30 kemur Mr. Silla fram.

Sýningin stendur til 20. nóvember og er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 14-17.
Harbinger er til húsa að Freyjugötu 1,
101 RVK.
Hér fyrir neðan má sjá texta um Patty Spyrakos og um sýninguna sem opnar á föstudaginn.


Patty Spyrakos, sem býr og starfar í Reykjavík, er myndhöggvari og listmálari sem vinnur með blandaða tækni. Hún fæddist í Chicago í fjölskyldu grískra innflytjenda. Síðla á unglingsárunum upplifði hún nokkur yfirskilvitleg atvik. Patty nam sálfræði og mannfræði við Loyola-háskóla í Chicago en í námi sínu lagði hún einkum áherslu á skynkerfi, skyntúlkun og þróunarsálfræði, en einnig magick og TCM. Hún var ákafur notandi irc-sins og veraldarvefsins á upphafsstigum hans. Hún kenndi sjálfri sér á HTML og photoshop og fetaði sig áfram til starfa við UX hönnun í San Francisco í áratug. Hún eignaðist börn, fór í keramik nám, og er núna að gera tilraunir með ýmis efni og viðfangsefni. Hún skapar verk sem byggja á staðnum þar sem þau eru sýnd, en hún vinnur einnig með þemu sem tengjast þróun sjálfsins og ígrundun á hverskyns tengslamyndun á milli sjálfsins og samfélagins. Hún hefur áhuga á stjörnuspeki, reynir að muna drauma sína og var loksins að kaupa sér plötuspilara hérna á Íslandi og er nokkuð spennt yfir því.

Hugleiðingar í tengslum við sýninguna:

Óttinn við nornina var árhundruðir í mótun. Nornin er ein af sárafáum ímyndum okkar um sjálfstæðar konur með völd; galdrar voru í miklum metum í Egyptalandi til forna, og ekki litið á þá sem aðskilda trúarbrögðum, en síðar voru þeir fordæmdir í flestum siðmenningum sem hverfðust um skipulögð trúarbrögð.
Með fjölkynngi öðlast man vald yfir örlögum sínum, og á í samtali við handanheima, í skipulögðum trúarbrögðum er man komin upp á vilja guðs/-anna. Áróður um ímynd nornarinnar skóp ótta við hana og olli því að hún var jafnvel skrifuð út úr mannkynssögunni; nornaveiðar ágerðust með vexti kapítalismans, og jafnframt með greftri eftir auðlindum jarðar.
Nornin stendur fyrir virðingu fyrir náttúrunni, ást á lífinu og frjálsan vilja.
„Nornaveiðar í öllum sínum myndum eru einnig öflug leið til að eyðileggja samfélagsleg tengsl, með því að skjóta að grunsemdum um að undirniðri sé nágranninn, vinurinn, eða elskhuginn önnur manneskja sem girnist völd, kynlíf, ríkidæmi eða þrái einfaldlega að fremja illvirki.”
– Sylvia Federici
Sýningin beinir einnig athyglinni að fegurð og mikilfengleika sands. Í hverju sandkorni má finna sögu staðar, og í því finnum við sögu jarðar. „Sandur er efni sem er sem er fallegt, dularfullt, og óendanlega breytilegt; hvert sandkorn á strönd er afurð ferlis sem má rekja allt aftur til óljóss upphafs lífsins, eða jarðarinnar sjálfrar.”
– Rachel Carson. In myth, sand is the creator of dreams.


Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page