top of page

Harbinger: Óþekktarormar / Orðrómur - Lokahóf

508A4884.JPG

föstudagur, 12. ágúst 2022

Harbinger: Óþekktarormar / Orðrómur - Lokahóf

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á lokahóf sýningarinnar Óþekktarormar: Orðrómur
laugardaginn 13. ágúst kl 17:00 - 20:00.


Dagskráin byrjar á útgáfu á bókverki unnu út frá sýningunni og einnig gjörningi eftir Silfrún Unu Guðlaugsdóttur. Plötusnúðarnir Tóta & Slaka þeyta skífum á viðburðinum.
Rakel Andrésdóttir (f.1997), Silfrún Una Guðlaugsdóttir (f.1996), Sólbjört Vera
Ómarsdóttir(f.1993) og Tara Njála Ingvarsdóttir (f. 1996) útskrifuðust af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2020.
Verklag þeirra fann samleið er þær unnu saman bæði innan og utanlands. Þær vinna þvert á listmiðla með áherslu á gjörninga, innsetningar og „upplifunarsköpun“ og í verkum sínum eiga þær það sameiginlegt að vinna með skírskotun í æskuna, húmoríska leikgleði, hversdagslegar uppákomur með sérstaka áherslu á fjölbreytilegar aðferðir í frásögn og skáldskap. Samstarf þeirra frá útskrift einkennist af sameiginlegum rauðum þræði í vinnuaðferðum og brennandi áhuga á frásagnartækni í myndlist: sýningin er annar liður í þriggja liða sýningar og rannsóknarverkefninu Óþekktarormar en fyrsta sýningin var haldin í mars 2021 í listamannarekna rýminu Lýðræðisbúllan.
Á sýningunni Óþekktarormar: Orðrómur eru sögusagnir settar fram og krufnar sem
vitnisburður um samfélagið og eiginleikar sögunnar skoðaðir sem slíkir.
Myndlistarkonurnar gera atlögu að því að varpa ljósi á möguleika þessara hugtaka sem tól til samstöðu og gilda leið til að skiptast á upplýsingum, grandskoða mátt þeirra og mikilvægi þess að afla sér þekkingar. Verk sýningarinnar mynda landslag mismunandi frásagnaraðferða í formi skúlptúra og innsetninga sem fylla sýningarrýmið og mynda forvitnilegt og ævintýralegt umhverfi.
Sýningarstjóri er Katerína Spathí
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Sumarborgin.
Sýningarýmið Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg.


Harbinger welcomes you to the finissage of Rascals: Rumours this Saturday, the 13th of August, at 4 - 7 pm in Harbinger.
During the event there will be a performance by Silfrún Una Guðlaugsdóttir, the rascals will release an artist book inspired by the works in the exhibition and Djs Tóta & Slaka will spin us into the night.
Rakel Andrésdóttir (b.1997), Silfrún Una Guðlaugsdóttir (b.1996), Sólbjört Vera
Ómarsdóttir (b.1993) and Tara Njála Ingvarsdóttir (b. 1996) all graduated from the Iceland University of the Arts, the department of Fine Arts in 2020. Their practices have crossed paths in the past as they have collaborated in various projects, both in Iceland and abroad. They work across mediums with a focus on performance, installation and “experience-creation”. In their practice, they employ references of childhood, playfulness and an uncanny, wry outlook on everyday events and circumstances. Since graduation, their shared, passionate interest in narrative techniques in the visual arts has characterized their collaboration; this is the second edition of their project - the first being the exhibition ́Rascals ́, that was held in March 2021 at the project space Lýðræðisbúllan.
In the exhibition Rascals: Rumours, stories are presented and dissected as an important testimony to society and historical evidence and its properties are examined as such. The artists are attempting to shed light on the potential of these concepts as a tool for solidarity, as a valid way to exchange information and acquire knowledge. The works in the exhibition create a landscape of different stories and narrative methods in the form of sculptures and installations that fill the exhibition space and create an intriguing and adventurous environment.
Curation by Katerína Spathí
The exhibition is supported by Myndlistarsjóður and Sumarborgin.
Harbinger is supported by the City of Reykjavík

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page