top of page

Haraldur Jónsson: Mæling

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Haraldur Jónsson: Mæling

Verið velkomin á opnun nýrrar einkasýningar Haraldar Jónssonar sem ber titilinn Mæling föstudaginn 24. maí klukkan 17 í BERG Contemporary.

Eft­ir stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1980 lá leið hans til Frakk­lands þar sem hann stundaði nám í frönsk­um bók­mennt­um og menn­ing­ar­sögu við Paul Valéry há­skól­ann í Mont­p­ellier og síðan mynd­list við há­skól­ann í Aix en Provence 1982-1983. Hann nam við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík og Mynd­lista-og handíðaskól­ann þaðan sem hann út­skrifaðist 1987. Har­ald­ur lauk Meisterschüler-gráðu frá Lista­aka­demí­unni í Düs­seldorf í Vest­ur-Þýskalandi árið 1990 og var styrkþegi Par­ís­ar­borg­ar við Institut des Hautes Étu­des en Arts Plast­iqu­es í Par­ís, Frakklandi 1991-1992.

Verk Haraldar Jónssonar bera sterkan persónulegan svip og flest verkin eiga það sameiginlegt að breyta upplifun áhorfandans af efninu og umhverfinu. Þannig hefur hann búið til skúlptúra sem fjalla um þögn eða fjarveru, teikningar sem ögra hugmyndum okkar um eftirmyndun og myndbyggingu, innsetningar úr fjöldaframleiddum hlutum og iðnaðarefni, og lista af orðum yfir tilfinningar sem prentaðir eru út sem veggfóður og rugla þannig hugmyndum okkar um innri og ytri reynslu. Hann reynir að sýna það sem alla jafna er falið og gefa því form sem venjulega er óformað. Hvert verk kallar því á nýja nálgun við efnið.

Sýningin stendur til og með 6. júlí.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page