top of page

Hanna Dis Whitehead sýnir í Greenhouse á Stockholm Furniture Fair

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. febrúar 2024

Hanna Dis Whitehead sýnir í Greenhouse á Stockholm Furniture Fair

Hanna Dís Whitehead, hönnuður sýnir nýjar vörur á Stockholm Furniture Fair 6. - 10. febrúar. Hún verður í þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Greenhouse - og er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði.

Hanna Dís er að fara frumsýna nýja seríu af ílátum úr blönduðum efnivið auk nýrrar útgáfu af keramík snögunum sínum sem hafa stökkbreyst og stækkað.

Ílátin eru sem fyrr segir að mestu úr við með smáatriðum aðalega úr keramík en einnig handlitaðari þæfðri íslenskri ull eða lögð með íslenskum hafrastráum. Þau eru sýna samspil og leik á milli efna, forma og aðferða á óvæntan máta.

Á sýningunni má t.d sjá ílát úr þæfðri ull sem minni á bútasaum, Viðar körfu með keramík handfangi, ílát með keramík slaufum sem eru notaðar sem handföng, lítið ílát sem leirblóm vaxa úr og strálagður skælbrosandi vasi.

Hanna vinnur á mörkum listar, hönnunar og handverks og leitar oft í það að fara á milli mismunandi efniviða innan sama viðfangsefnis. Nýlega hefur hún byrjað að einbeita sér að efniviðum sem vaxa í kringum hana á Hornafirði umvafinn jöklum þar sem hún býr. Hún býr til alla hlutina sjálf þar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page