top of page

Handverkskaffi: Jurtalitun - Borgarbókasafnið Gerðubergi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Handverkskaffi: Jurtalitun - Borgarbókasafnið Gerðubergi

Guðrún Bjarnadóttir hefur um árabil litað band með jurtum. Á handverkskaffi sem haldið verður á Borgarbókasafninu Gerðubergi, fimmtudaginn 11. apríl kl.17:00 – 19:00, mun Guðrún fræða gesti um jurtalitun í aldanna rás og fara yfir litunartímabilin í Íslandssögunni. Fjallað verður um hvaða hlutverki litunin gegndi og hvaða jurtir voru notaðar á hverjum tíma.

Guðrún er náttúrufræðingur að mennt og hefur kennt m.a. við Landbúnaðarháskólann. Hún notar gamlar aðferðir við jurtalitun en nýtir sér nútímatækni s.s. rafmagn og góða potta. Hún byrjaði að lita með jurtum eftir að hafa rekist á heimildir um slíkar aðferðir þegar hún vann að MS ritgerð sinni um grasnytjar á Íslandi. Guðrún Bjarnadóttir rekur Hespuhúsið sem staðsett er rétt við Selfoss. Hespuhúsið er jurtalitunarstofa og geta gestir litið við og fengið að kíkja í pottana.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin með handavinnuna í farteskinu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page