Halldór Ásgeirsson - Með verk í vinnslu

fimmtudagur, 12. júní 2025
Halldór Ásgeirsson - Með verk í vinnslu
Listasafn Reykjavíkur býður gestum að verða vitni að gjörningi listamannsins Halldórs Ásgeirssonar, þar sem hann vinnur með einkennisefni sitt – bráðið hraun.
Í þessari athöfn, sem markar upphaf vinnustofudvalar Halldórs í tengslum við verkefnið Undrland, er efnið sjálft – hraunið – sett í forgrunn sem lifandi og umbreytanlegt form. Nú í júní eru 242 ár liðin frá upphafi Skaftáreldum hinu mesta hraungosi Íslandssögunnar. Það hafði víðtæk áhrif bæði innanlands og utan, meðal annars olli það svokölluðum Móðuharðindum, sem leiddu til mikilla hörmunga á Íslandi. Halldór beinir sjónum sínum að þessum sögulega viðburði og öðrum jarðhræringum fyrr og síðar í verkefni sem hann kallar Afurðastöð eldgosa.
Aðgangur er ókeypis.