top of page

Hagvöxtur: Kári Meyer

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júní 2024

Hagvöxtur: Kári Meyer

Hagvöxtur er yfirskrift sýningar Kára Meyer sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 6. júní kl. 16.

Sýningin inniheldur yfir 100 ljósmyndir af grænmeti og ávöxtum með skrúfum, nöglum og rafmagnsvírum. Hún endurspeglar tilhneigingu stórfyrirtækja til að tæknivæða matinn okkar í hagnaðarskyni með þeim afleiðingum að fjöldi afbrigða af ávöxtum og grænmeti hefur fækkað um 93 prósent á 80 ára tímabili.

Verkið veltir upp hugleiðingum um framtíð matvæla og gildi hagvaxtar í heimi þar sem hagvöxtur skyggir oft á vistfræðilega sátt.

Enski titill sýningarinnar Egonomic Growth er tilvísun í sjálfshyggju mannsins og þessa einokun örfárra stórfyrirtækja sem gengur út á erfðabreytt fræ, eitraðan áburð og varnarefni sem drepa örverur jarðvegsins og ræna hann mikilvægum næringarefnum sem líkami okkar þarfnast. Við virðumst vera þróa með okkur óhóflega rökhyggju og tilhneigingin til að hlutgera náttúruna sem hindrar getu okkar til að skilja og upplifa raunverulegt samband okkar við hana. Út frá þessu hugarfari kemur þörfin til að sigrast á og stjórna náttúrunni eins og hún sé einhver vél sem hægt er að fúskast og bramla í að vild. Þessa þróun mætti líka kalla transhúmanisma sem er trúin eða kenningin um að mannkynið geti þróast út fyrir líkamlegar og andlegar þarfir, með hjálp vísinda og tækni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page