top of page

Hafsteinn Austmann og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá heiðursfélagar FÍM

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. desember 2023

Hafsteinn Austmann og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá heiðursfélagar FÍM

Hafsteinn Austmann og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá voru kosin heiðursfélagar FÍM á aðalfundi félagsins þann 30. nóvember síðastliðinn. Bæði hafa verið virkir félagar áratugum saman og starfað í stjórnum og sýningarnefndum félagsins. Með þessu vill félagið þakka það mikla og óeigingjarna starf sem þau hafa lagt fram í þágu félagsins.

Hafsteinn Austmann er fæddur á Vopnafirði 1934. Hann heillaðist snemma af franskri abstraktlist og hefur ætíð haldið tryggð við hana. Þó myndlist Hafsteins hafi gjarnan skorið sig úr fyrir fágun, þá er hann átakamaður í verkum sínum. Hann er þekktur fyrir einstakt vald sitt á vatnslitum og hefur meðal annars hlotið alþjóðlegu Windsor & Newton-verðlaunin fyrir vatnslitaverk sín. Auk málaralistarinnar hefur Hafsteinn lagt stund á höggmyndalist og hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir útilistaverk sín. Verk hans má sjá víða í almannarými.

Kristín Jónsdóttir er fædd á Munkaþverá í Eyjafirði 1933.

Íhugul verk Kristínar vekja okkur til umhugsunar um álitamál fortíðar og nútíðar. Þau beina sjónum okkar að hverfulleikanum og viðkvæmri náttúru landsins sem og tungumálinu. Kristín hefur fært menningarsögulegan efnivið, ullina, inn í samtímalistina og er hún brautryðjandi hér á landi í gerð verka úr þæfðri ull. Kristín hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar meðal annars silfurverðlaun Alþjólega textílþríæringsins í Lódz í Póllandi og heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs.

Mynd: Hafsteinn Austmann nýkosinn heiðursfélagi FÍM, Guðrún Kristjánsdóttir færir hinum blóm frá félaginu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page