Hafnartorg: Skynleikar - myndlistarsýning
föstudagur, 14. október 2022
Hafnartorg: Skynleikar - myndlistarsýning
Myndlistarsýningin Skynleikar opnar laugardaginn 15. október
kl. 14.00 á Hafnartorgi.
Á degi hvíta stafsins, laugardaginn 15.október opnar sýningin Skynlekar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. Á sýningunni Skynleikar mætast ólíkir listamenn með það sameiginlega markmið að brjóta niður stigveldi skynfæranna. Listræn upplifun sem er ætluð þvert á samfélag óháð sjón. Listamenn sýningarinnar sýna bæði ný og eldri verk. Einstök verk verða einnig til sölu og mun hluti ágóðans renna til Blindrafélagsins.
Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags 15. október - 13. nóvember og er staðsett á Hafnartorgi með aðkomu bæði frá Kolagötu og Geirsgötu.
Listamenn:
Björk Viggósdóttir
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Hugleikur Dagsson
Hulda Hákon
Kristín Morthens
Fischersund - Lilja, Ingibjörg og Sigurrós Birgisdætur
Lilý Erla Adamsdóttir
Lína Rut
Sunneva Ása Weisshappel
Tolli + Nonni
Þórdís Erla Zoëga
Þorvaldur Jónsson
Jón Óskar
Sýningarstjórar:
Ásdís Þula Þorláksdóttir
Björk Hrafnsdóttir
Grafísk hönnun:
Olga Elliot
Styrktaraðilar:
Blindrafélagið, Reginn, OG natura, Þula og Slippfélag