top of page

Hafnarborg: Dagskrá haustsins 2022

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. september 2022

Hafnarborg: Dagskrá haustsins 2022

Sjónarhorn – fræðslustundir fyrir eldra fólk í Hafnarborg
Dagskrá haustsins 2022

Hafnarborg leggur áherslu á að gefa öllum tækifæri til að kynnast menningu og listum og býður upp á leiðsagnir fyrir alla aldurshópa. Sjónarhorn er dagskrá ætluð eldra fólki, sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina á margvíslegan hátt með spjalli við sérfræðinga safnsins. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti í Hafnarborg að lokinni dagskrá.

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá kl. 14 einn miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið hafnarborg@hafnarborg.is eða í síma 585 5790. Aðgangur er ókeypis.


Dagskrá haustsins 2022

21. september kl. 14
Haustsýning Hafnarborgar: flæðir að – flæðir frá
Leiðsögn um haustsýningu Hafnarborgar flæðir að – flæðir frá en þar er sjónum beint að strandlengjunni, þar sem hið stóra og ofsafengna og hið smá og viðkvæma takast á. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Alda Mohr Eyðunardóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson, Studio ThinkingHand og Tadashi Ono.

19. október kl. 14
Valið verk úr safneign
Í safneign Hafnarborgar eru um 1560 verk unnin með fjölbreyttum aðferðum. Þar má finna málverk, teikningar, þrívíð verk, vídeóverk og útilistaverk. Fjallað verður ítarlega um naívisma og verkið Fiskþurrkun (1990) eftir Sigurlaugu Jónasdóttur (1913-2003).

16. nóvember kl. 14
Sóley Eiríksdóttir
Leiðsögn um sýninguna Glettu á verkum Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994). Fyrr á þessu ári bættist vegleg gjöf í safneign Hafnarborgar þegar Brynja Jónsdóttir, dóttir listakonunnar, færði safninu skúlptúra eftir móður sína að gjöf. Sóley var fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Bryndísar Sigurðardóttur og Eiríks Smith, listmálara.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page