top of page

Hafmey eftir Guðmund frá Miðdal vígð við Vesturbæjarlaug

508A4884.JPG

þriðjudagur, 18. apríl 2023

Hafmey eftir Guðmund frá Miðdal vígð við Vesturbæjarlaug

Vesturbæjarlaug var vígð 25. nóvember árið 1961 og við vígsluna var gosbrunnurinn Hafmey eftir Guðmund frá Miðdal gefinn til laugarinnar. Með tímanum lét verkið mikið á sjá og var að endingu tekið niður en það stóð upphaflega í steyptum brunni sem enn sést móta fyrir á lóðinni við laugina.

Listasafn Reykjavíkur lét steypa Hafmeyna í brons í samstarfi við Pétur Bjarnason myndhöggvara og hefur bronsskúlptúrinn nú verið reistur á stall við laugina á nýjum stað þar sem útbúið hefur verið setsvæði í kringum verkið.

Guðmundur frá Miðdal (1895-1963) bjó til fjórar gerðir hafmeyja til að nota í gosbrunna og voru nokkrar þeirra reistar í skrúðgörðum víða um land. Sumar stytturnar eru nú horfnar en ein er t.d í Reykjavík, í garði við Listavinahúsið Skólavörðustíg 43 og nú sem bronsafsteypa á stalli við Vesturbæjarlaug.

Á Sumardaginn fyrsta þann 20. apríl kl. 11.00 verður verkið formlega afhjúpað við Vesturbæjarlaug og því fagnað að það sé komið „heim“ aftur.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page