Hafú: Villigrös í Listhúsi Ófeigs
mánudagur, 24. júlí 2023
Hafú: Villigrös í Listhúsi Ófeigs
Eftir margar einbeittar stundir við trönunurnar verður opnun málverkasýningar Hafú sem hlotið hefur hefur titilinn Villigrös milli 14 til 16 laugardaginn 29. júlí. Léttar veitingar, gott spjall og falleg verk til að berja augum.
Sýningin verður í hinu undur fallega galleríi í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 dagana 29. júlí til 23. ágúst.
Nafn sýningarinnar er dregið af einu viðfangsefninu á sýningunni. Þar er fengist við lífríki sem við skyggnumst sjaldan inn í, veröldina neðst niður við jörðina og fætur okkar þegar við göngum í óbyggðum. Einnig koma fyrir fígúratíf verk og borgarmyndir. Þetta er önnur einkasýning Hafliða Sævarssonar en undanfarin ár hefur hann sýnt á samsýningum á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM)