top of page

Hadda - Guðrún H. Bjarnadóttir: Málað með þræði

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. janúar 2024

Hadda - Guðrún H. Bjarnadóttir: Málað með þræði

Sýningin Málað með þræði opnar fimmtudaginn 18. janúar kl. 16:00 á Bókasafni HA – léttar veitingar í boði.

Hadda – Guðrún H. Bjarnadóttir sýnir myndavefnað.

"Hefðbundin myndvefnað lærði ég til að byrja með á námskeiði í Svíþjóð. Það leiddi mig áfram til að læra almennan vefnað í vefstól og síðan að sækja um í listadeild lýðháskólans í Eskilstuna þar sem m.a. var kenndur listrænn frjáls myndvefnaður. Af og til gegnum árin hef ég ofið myndvefnað, en aðallega ýmiskonar verk sem eru ætluð sem nytjavefur eða vefnaður á vegg. Nú langaði mig til að gefa myndvefnaðinum tíma. Þessar myndir eru allar unnar út frá teikningum mínum, skissur eða fullunnin verk. Þær hef ég stækkað eða minnkað og breytt svo þau passi veframmanum og efninu sem unnið er með. Einnig urðu til nokkrar tilraunir sem sýndar eru í glösum.

Efnið í verkunum er lín sem uppistaða og ívafið er ullargarn ýmist jurtalitað eða litað mislitt með kemiskum litum, lín og einnig lín sem ég ræktaði og vann tilbúið til spuna í Svíþjóð og spann síðan í risinu í Laugalandsskóla 1997, en þá í einhvern tíma hittumst við nokkrar spunakonur reglulega til að spinna. Í tilraunaglösunum má einnig finna kýrhalahár, koparvír, endurskinsþráð og næfur.

Eftir að hafa lokið námi og unnið sem þroskaþjálfi í Reykjavík í nokkurn tíma, flutti ég til Svíþjóðar og dvaldi þar í 9 ár. Þar lærði ég almennan vefnað í KomVox í Eskilstuna og fór síðan í Eskilstuna folkhögskola, estetisk linje, ásamt því að sækja allmörg námskeið í fornum handverkshefðum. Eftir heimkomu lauk ég námi í Myndlistaskólanum á Akureyri og síðan í kennaradeild Listaháskóla Íslands. Hef einnig sótt fjölmörg námskeið í hinum ýmsu listgreinum.

Ég hef tekið þátt ásamt öðrum í rekstri þriggja gallería, fyrst „Humlan“ í Eskilstuna í Svíþjóð, „Grófin“ opin vinnustofa og gallerí í Listagilinu Akureyri og svo „Samlagið listhús“ Listagilinu Akureyri. Nú hef ég eigin vinnustofu og gallerí sem ég hef rekið frá 2010 „Dyngjan-listhús“ Eyjafjarðarsveit. Þar sem ég vinn að list minni og býð upp á ýmiskonar námskeið og sýningar svo sem „Heimalingar“ árlegar útilistasýningar Myndlistafélagsins á Akureyri. Ég hef tekið þátt í allmörgum einkasýningum og fjölmörgum samsýningum."

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page