Hönnunarverðlau Íslands 2023
fimmtudagur, 26. október 2023
Hönnunarverðlau Íslands 2023
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fer fram í Grósku þann 9. nóvember.
Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tíunda sinn í ár og af því tilefni hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum Vara // Staður // Verk.
Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2023 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.
Hönnuðir og höfundar tilnefndra verka munu stíga á svið í Grósku og fjalla um verkefnin sín, innblástur, hugmyndir, útkomu og áhrif. Logi Pedro Stefánsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður og Sunnefa Gunnarsdóttir, arkitekt eru kynnar og sjá um að leiða samtal við tilnefnda.
Í kjölfarið fer fram afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 ásamt fögnuði og skál.
Þar sem sætafjöldi er takmarkaður biðjum við gesti vinsamlegast að skrá sig hér.