top of page
Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar
fimmtudagur, 26. janúar 2023
Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Í byrjun árs hækkaði framlag til Hönnunarsjóðs upp í 80 milljónir. Samhliða þessu voru ferðastyrkir hækkaðir úr 100 þúsund upp í 150 þúsund hver auk þess sem hámarksupphæð almennra styrkja er nú 10 milljónir.
Ekki gleyma að skrá þriðjudaginn 7. febrúar í dagbókina því umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð rennur út á miðnætti sama dag.
bottom of page