Hópsýning: Kindred / Ættgarður
miðvikudagur, 8. maí 2024
Hópsýning: Kindred / Ættgarður
Sýningin Ættgarður verður haldin í og við Elliðaárstöð dagana 12.-26. maí 2024.
Á sýningunni eru könnuð margslungin saga Elliðaársvæðisins og tengsl mannfólks og annars lífríkis sem þar dafnar, en í sýningartexta segir m.a.: “Við útjaður skógarins, þar sem hulan á milli heima þynnist, hlykkjast elfurin Elliðá. Við annan árbakkann rís skógur með rætur í fjarlægum löndum og veitir lífríkinu sem vex í skugga hans skjól. Hinum megin elfarinnar gnæfir rafstöðin Elliðaárstöð yfir dalinn.”
Aðkoma sýningarstjóra og listamanna einkennist af virðingu fyrir lífinu sem falið er í landinu, og frásögnum þess. Þverfagleg nálgun listamannanna gerir kleift að gæða sagnirnar lífi, sem og segja sögu svæðisins af líffræðilegum, þjóðsagnfræðilegum og jarðfræðilegum toga, en fyrir tíma mannfólks hafði eldvirkni umbreytt landinu.
Í verkum sínum huga sýnendur að lífi sem oft er hulið sjónum eða heyrn; plöntum, rótum, fuglum og vættum í þeirri birtingarmynd sem þær kjósa. Sögunum er deilt með þeim sem leggja við hlustir; í gegnum málm, við og stein er sagan sögð.
Masaya Ozaki flytur gjörning við opnun sunnudaginn 12. Maí. Flutningur hefst kl. 13:30
Grafískur hönnuður: Mariya Ozonova (Búryat-Mongólía)