top of page

Hópsýning: Á tæpasta vaði

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. maí 2024

Hópsýning: Á tæpasta vaði

Verið hjartanlega velkomin á opnun samsýningarinnar 'Á tæpasta vaði' í Vesturbæjarlaug, fimmtudaginn 2. maí, kl 17-19. Í boði verður kaffi og vonandi sól.

Að einhverju leyti er hundasundið orðið nokkuð hversdagslegt. Ég ranka reglulega við mér og spyr mig: „hvað er ég eiginlega að gera og hvernig á ég að fara að því?“

Á sýningunni 'Á tæpasta vaði' eru gerðar tilraunir til þess að halda sér á floti í undarlegum aðstæðum. Sjö listamenn setja sig í stellingar og vinna verk með sundlaugina í huga; óhefðbundið sýningarrými sem er jafnframt eitt ástsælasta almenningsrými landsins. En reglur sundlaugarinnar og takmörk rýmisins eru í senn kveikja og hindrun sem krefja listamennina um einhverja sniðuga lausn.

Listafólk: Deepa R. Iyengar, Hlökk Þrastardóttir, Julie Sjöfn Gasiglia, Margrét Dúadóttir Landmark, Martina Priehodová, Silja Jónsdóttir & Sölvi Steinn Þórhallsson. Sýningarstjóri: Eva Lín Vilhjálmsdóttir.

Ath: það þarf samt að borga aðgangseyri í sund.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page