top of page

Gunnhildur Hauksdóttir: Úr hjarta í stein - hringsjá

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. júlí 2023

Gunnhildur Hauksdóttir: Úr hjarta í stein - hringsjá

Þann fyrsta júlí n.k. opnar Glerhúsið sýningu Gunnhildar Hauksdóttur: Úr hjarta í stein - hringsjá
Á opnun stýrir Gunnhildur kórathöfn ásamt meðlimum úr kórnum Hrynjandi og fleiri röddum.
Sýningin opnar kl. 15.00. Gjörningur hefst kl. 16.00.

Sýningin Úr hjarta í stein – hringsjá – sem birtir blekteikningar, skúlptúra og tónverk fyrir kór – er samin úr nærliggjandi efniviði: steinum, hljóðum og landslaginu í kringum Reykjavík. Úr hjarta í stein er Reykjavíkursagaí teikningum og söng, þar leikur andartakið og stórt hlutverk.

Hvað teikna og mæla steinarnir í hverfinu?
Umhverfið í kringum Reykjavík færir Gunnhildur Hauksdóttir yfir í söngraddir. Þannig hreyfir sýningin við skynfærum á öðruvísi nótum en venjuleikinn; list færir hverdaga uppá annað svið; það gerir Gunnhildur Hauksdóttir sannarlega.

Við sköpun leitar Gunnhildur ráða og beinnra afskipa náttúrunnar og gefur henni dagskrárvald - listakonan er strengjabrúða og brúðuleikari í senn. Hinu kyrra - steinunum - gefur hún næði og rödd til að færa blek og liti úr stað. Þá tengir hún hlust sína við hönd og hönd sína við hlust þegar hún teiknar það sem hún heyrir og semur úr teikningunum tónverkið sem kórinn Hrynjandi flytur.

Á undanförnum árum hefur Gunnhildur úr nótum teikninga bætt nýjum tónverkum við hvert ár sem líður. Þannig yfirgefur hún mörk milli listgreina; mörk sem máske eru mannanna-tilbúningur - mann grunar að hún í listsköpun sinni semji tungumál sem sérlegir skipulagsfræðingar flokkuðu með dýrum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page