GULLGERÐARLIST JARÐEFNANNA

fimmtudagur, 13. nóvember 2025
GULLGERÐARLIST JARÐEFNANNA
Umbreyting steinefna í liti
Námskeið haldið 25. 26. og 27. nóvember kl 17:30 – 20:30
Á Textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum
Kennari er Elsa Dóróthea Gísladóttir myndlistakona
Verð 36.000
Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig með þvi að finna til efnivið úr þeirra nánasta umhverfi til að vinna með á námskeiðinu. Það gæti falist í því að koma með steinvölur með sér úr eigin steinasafni en hér er líka gullið tækifæri til fara í vettvangsferð til söfnunar.
Bestir eru frekar mjúkir steinar sem gefa lit þegar krítað er með þeim á steinvegg, gangstétt eða á harðari steintegundir, þeir henta vel til þessara tilrauna.
Hvar getum við leitað að steinefnum; Víða í fjörum, vegköntum, malarplönum, árfarvegum, fjallshlíðum, skriðum og grjótnámum ýmiskonar, allstaðar þar sem eitthvert rof er í jarðveginum. Hafið steinana ekki of stóra.
Leir, útfellingar og jarðvegurinn sjálfur í kringum jarðhitasvæði er tilvalin til efnisöflunar. Jarðhitasvæðin eru bæði litskrúðug og alltaf aðgengileg að vetri jafnt sem sumri. Farið bara gætilega um slík svæði og hafið með ykkur hentug ílát til að safna í. Reykjanesskaginn sjálfur er með mjög fjölskrúðuga liti og góðar gönguleiðir til efnisöflunar, nefni Krísuvík sem dæmi um mjög aðgengilegt svæði. Hveragerði er líka nærtækt jarðhitasvæði, t.d. í suðurhlíðunum áður en gengið er upp að Reykjadal.
Þið nálgist þessa efnisöflun eftir getu, efnum og aðstæðum, njótið útiveru ef tækifæri gefast og svo getum við alltaf deilt með okkur efniviði sem nóg er til af. Það verður af ýmsu að taka á námskeiðsstaðnum.
Hafið ætíð í huga við alla efnisöflun að ganga vel um, gæta að því að fá leyfi frá landeigendum ef það á við eða náttúruvættunum, valda ekki jarðraski, skilja ekki eftir sig ummerki og taka einungis hóflegt magn, það þarf ekki mikið í litagerðina.
https://tex.is/boka/uncategorized/gullgerdarlist-jardefnanna-umbreyting-steinefna-i-liti/


