top of page

Guided by Earth í Mjólkurbúðinni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. október 2023

Guided by Earth í Mjólkurbúðinni

Dagrún Matthíasdóttir og Gunn Morstøl opna sýninguna Guided by Earth í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á föstudaginn 27.október kl.16-19.

Á sýningunni sýna þær listaverk sem öll eru undir áhrifum frá náttúrunni. Dagrún er með ljósmynd og olíumálverk og Gunn textíl og ecoprint. Sameiginlegt verk þeirra á sýningunni er verkið friðar mandala sem byggist á því efni sem jörðin gefur. Gunn og Dagrún kynntust í umhverfislistaverkefninu Staðfugl Farfugl árið 2008 í Eyjafjarðarsveit og hafa síðan þá verið í reglulegu samstarfi með sýningar, í New York, í Noregi og á íslandi og síðast í janúar á þessu ári í KNR Kunstcenter í Molde í Noregi og á samsýningum í Ungverjalandi í ágúst. Umhverfislist er þeim mjög hugleikin ásamt fleiru, en Gunn starfaði sem viðburðastjóri Kunst I Natur umhverfislitaverkefni til fjölda ára og Dagrún er verkefnastjóri í verkefninu List í Alviðru í Dýrafirði.

Sýningin stendur til 5. nóvember.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page