Guardians of nature - Kat (Ecaterina Botezatu)

föstudagur, 28. febrúar 2025
Guardians of nature - Kat (Ecaterina Botezatu)
“Guardians of Nature” er röð olíumálverka sem fanga hina viðkvæmu en villtu orku náttúrunnar, birt í mynd kvenna.
Hvert málverk sýnir tvíeðli náttúrunnar—fegurð hennar og mýkt en einnig styrk og þrautseigju. Eins og náttúruöflin sem þær spretta úr eru þessar konur lífskraftar, mótaðar af landslaginu sem umlykur þær. Þær renna saman við ískaldan bláma jökla, logandi hraun og dularfullt ljós norðurljósanna og standa sem verndarar heims sem er bæði hrífandi og brothættur.
Þessi málverk eru persónuleg og sprottin af beinni upplifun á áhrifum loftslagsbreytinga. Að sjá jökla hörfa og landslag breytast fyrir eigin augum hefur skilið eftir djúp spor í verkum listakonunnar. Með þessari málverkaröð er áhorfendum boðið að staldra við og skynja þessa viðkvæmu umbreytingu náttúrunnar—hvernig ísinn bráðnar, ljósið breytist og landið þróast. Í verkunum býr hljóðlát aðvörun, ákall um að horfa, meta og muna það sem er að hverfa, finna jafnvægið milli styrks og viðkvæmni áður en það glatast.
Kat (Ecaterina Botezatu, f. 1999) er myndlistarkona og húðflúrari frá Moldóvu, búsett á Íslandi síðan 2019. Hún nam við Listaháskólann í Chisinau og lagði áherslu á mannamyndir, kyrralíf og andlitsmyndir. Bakgrunnur hennar í myndlist endurspeglast í bæði málverkum og húðflúrum, þar sem hún sameinar nákvæmni og tilfinningu til að skapa tjáningarrík verk. List hennar er djúpt tengd náttúrunni, og hún notar mismunandi miðla til að fanga bæði fegurð hennar og umbreytingar.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 6. mars frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 7. mars 13:00 - 18:00
Laugardagur 8. mars 12:00 - 16:00
Sunnudagur 9. mars 14:00 - 17:00
English
“Guardians of Nature” is a series of oil paintings that embody the delicate yet untamed spirit of the natural world, reflected through the figures of women.
Each painting captures the duality of nature—its grace and tenderness, yet also its power and resilience. Like the elements they emerge from, these women are forces of life, shaped by the landscapes around them. They are woven into the icy blues of glaciers, the fiery glow of lava, and the ethereal dance of the northern lights, existing as guardians of a world that is both breathtaking and fragile.
These paintings are deeply personal, inspired by a direct confrontation with the effects of climate change. Witnessing glaciers recede and landscapes shift in real time has left an imprint on the artist’s work. The series invites viewers to pause and acknowledge the fleeting moments of nature’s transformation—the way ice melts, how light changes, how landscapes evolve. There is a quiet urgency in these pieces, a call to recognize what is slipping away and to cherish the balance between strength and vulnerability before it is lost.
Kat (Ecaterina Botezatu, b. 1999) is a visual artist and tattooist from the Republic of Moldova, based in Iceland since 2019. She studied at the College of Fine Arts in Chisinau, focusing on human figures, still lifes, and portraits. Her background in fine art influences both her painting and tattooing, where she combines precision with emotion to create expressive works. Her artistic practice is deeply connected to nature, using various mediums to capture its essence and transformation.
Exhibition opening is March 6th from 18:00-20:00 and all are welcome!
Other opening hours:
Friday March 7th 13:00 - 18:00
Saturday March 8th 12:00 - 16:00
Sunday March 9th 14:00 - 17:00


