top of page

Guðrún Einarsdóttir: Friðland

508A4884.JPG

miðvikudagur, 11. desember 2024

Guðrún Einarsdóttir: Friðland

Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona sýningu sína Friðland í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, fimmtudaginn 12. desember, kl 17:00.

Guðrún Einarsdóttir (f. 1957) stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í málaradeild og fjöltæknideild 1984-89 ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á ferlinum.

Verkin á sýningunni eru unnin á undanförnum þremur árum og eru úr myndröðinni Efnislandslag sem Guðrún hefur unnið að frá 2009 þar sem hún kannar landslag efniviðarins sjálfs, virkni olíuefnanna með tilraunum og hliðsjón af náttúruferlum og náttúrufyrirbærum. Rík efniskennd og áferð einkenna verk Guðrúnar frá upphafi ferils.

Guðrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga auk einkasýninga á Íslandi og erlendis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page